Heilsa.is sérhæfir sig í að bjóða vörur sem stuðla að heilsu og velllíðan en eru líka með heimasíðu sem er með allskonar heilsutengdum greinum.
Blóðleysi er í raun skortur á rauðum blóðkornum en margar ástæður geta verið fyrir þessu algenga vandamáli.
Við blóðleysi minnkar flutningsgeta blóðfrumnanna á súrefni sem veldur súrefnisskorti í öðrum frumum líkamans. Í kjölfar þess tapa frumurnar orku og geta ekki sinnt starfi sínu sem skyldi. Algengustu einkennin eru orkuleysi, svimi og almennur slappleiki. Önnur algeng einkenni eru hjartsláttartruflanir, andþyngsli og minni mótstaða við veikindum.
Orsakir
Ein algengasta orsök blóðleysis er járnskortur. Járn er mjög mikilvægur þáttur í framleiðslu á hemóglóbíni en það flytur súrefni með blóðinu.
Algengar orsakir járnskorts eru:
- Fábreytt mataræði
- Miklar tíðablæðingar hjá konum
- Vandamál með upptöku járns en þá er undirliggjandi orsökin oftast einhver vandamál eða sjúkdómar í smáþörmum þar sem upptakan fer fram. Má þar t.d. nefna Selíaksjúkdóminn (glútenóþol) og Crohns en járnskortur er þekktur fylgifiskur þeirra.
Ýmislegt annað getur valdið blóðleysi, eins og t.d. langvarandi bólgur í líkamanum, aðgerðir, sýkingar, magasár, gyllinæð, ristilpokar, tíðar meðgöngur, lifrarskemmdir, skjaldkirtilssjúkdómar, liðagigt og meðfæddir blóðsjúkdómar.
Einnig getur skortur á B12 vítamíni valdið blóðleysi en það vítamín þarf líkaminn til að blóðfrumur geti fjölgað sér eðlilega. Sumum dugar að taka inn B12 bætiefni en aðrir þurfa að fá sprautur reglulega ef vandamál eru með upptöku B12.
Einkenni
Algeng einkenni blóðleysis eru:
- Þreyta
- Orkuleysi
- Svimi
- Föl húð
- Hjartsláttartruflanir
- Höfuðverkur
- Handa- og fótkuldi
- Brjóstverkir
Fæstir fá öll einkennin og auðvitað geta þessi einkenni verið merki um eitthvað allt annað en blóðleysi. Því er mikilvægt að leita til læknis og fá blóðprufu til að kanna málið.
Mataræði
Þeir sem eru haldnir blóðleysi ættu, eins og aðrir, að reyna að borða sem fjölbreyttast fæði og leggja sérstaka áherslu á járnríkt fæði s.s.:
- Grænt grænmeti
- Rauðrófur
- Þurrkaða ávexti
- Rautt kjöt
- Baunir
- Járn
- Hnetur og fræ
- Mólassa (blackstrap molasses)
Einnig er gott að borða nóg af mat sem er ríkur af fólati en það er mjög mikilvægt fyrir blóðmyndun en það má t.d. finna í:
- Grænu grænmeti
- Ávöxtum
- Heilkornum
- Hnetum
Nauðsynlegt er að fá einnig nóg af C vítamíni en það eykur upptöku járns. C vítamín má t.d. finna í:
- Grænu grænmeti
- Sítrusávöxtum
- Paprikum
- Rófum
- Jarðarberjum
Mörg góð járnbætiefni innihalda einnig fólat, B12 og C vítamín.
Mjólk og mjólkurvörur geta dregið úr upptöku járns. Því er best að taka járn aldrei á sama tíma og mjólkurvara er neytt.
Bætiefni
Ef mataræðið dugir ekki getur verið nauðsynlegt að taka inn bætiefni. Járn er hægt að fá í ýmsum formum og í mismunandi styrkleika. Margir lenda í vandræðum með meltinguna við inntöku járns en sumar tegundir geta valdið hægðatregðu. Lausnin við því er að velja náttúrulegt járn í hylkjum eða mixtúru eins og Floradix, spatone eða annað sambærilegt í hylkjum.
Ef mixtúran er valin er sniðugt að blanda henni við rauðrófusafa og drekka því rauðrófur eru járnríkar en einnig auðugar af C vítamíni.
B-12 og fólínsýra eru nauðsynlegustu B-vítamínin við blóðleysi en yfirleitt er best að taka blöndu með öllum B hópnum eins og hann leggur sig. Þar sem rautt kjöt er ein helsta uppspretta B-12 eru grænmetisætur útsettar fyrir skorti á því og þurfa oft að taka inn bætiefni.
Upplýsingar þessar eru samansafn fróðleiks um náttúrulegar lækningar. Þeim er ekki ætlað að koma í stað tilmæla eða ráðgjafar fagfólks í heilbrigðisþjónustunni. Sjúklingar á lyfjum, einkum séu þeir haldnir alvarlegum sjúkdómum ættu að ráðfæra sig við lækni áður en þeir hefja neyslu bætiefna.
Kidda Svarfdal er ritstjóri og eigandi Hún.is en hún er frá Djúpavík á Ströndum. Hún fór á bát og snjósleða í skólann þegar hún var lítil og var í heimavist í Finnbogastaðaskóla. Hún hefur haft gaman að krossgátum og íslensku frá unga aldri og hefur skrifað ljóð, sögur, pistla og fleira. Ásamt því að skrifa á Hún.is er Kidda, ásamt fjölskyldu sinni, mikið í Djúpavík þar sem fjölskyldan er með ferðaþjónustu.