Ariana Grande opinberar trúlofun

Ariana Grande og Pete Davidson hafa staðfest trúlofun sína. Þau fóru í Disneyland fyrr í vikunni og fóru síðan til New York þar sem þau fór á leynilegt stefnumót í bíó í Battery Park.

Sjónarvottur sá til turtildúfanna kyssast og kela um klukkan 11 að kvöldi, þar sem þau horfðu á Hereditary.

Ariana kom fyrst en svo mætti Peta nokkrum mínútum síðar því hann var á leik með Yankees. Þau komu með mikið af vatni, poppi og súrum vatnsmelónum. Þau virtust vera mjög hamingjusöm.

 

Þegar þau voru svo að yfirgefa svæðið óskaði einhver viðstaddur þeim til hamingju með trúlofunina og Ariana svaraði:

AAAWW thanks!

Ariana og Pete hafa verið að hittast í nokkrar vikur.

SHARE