Það sem leynist undir yfirborðinu

 

Þó að þessi hilla hafi ekki litið glæsilega út þegar ég sá hana fyrst, að þá gat ég samt séð fegurðina í henni, ég vissi að hún gæti orðið stórkostleg, ég vissi að hún gæti orðið….. fullkomin geymsla fyrir skólatöskur barnanna minna.

Ég byrjaði á því að taka hana alla í sundur. Hún var skrúfuð saman þannig að það var mjög auðvelt. Krókarnir fengu líka að hverfa. Svo málaði ég hana. Ég vildi ekki hafa hana skjannahvíta þannig að ég málaði 2 mjög þunnar umferðir og fór svo með sandpappír yfir sem gaf henni þetta gamaldags útlit sem ég var að fiska eftir.

Sjá einnig: 7 DIY hreinsiefni sem spara þér stórfé

Svo var komið að því að setja hana aftur saman. Stöngin fékk nýtt heimili en annars þá voru þetta bara sömu götin og sömu skrúfurnar. Þá var komið að þessum glæsilegu hnúðum sem ég keypti í Pier.

 

Passið að gera smá dæld með bor aftan á spítuna þannig að eftir að aukaskrúfgangurinn hefur verið sagaður af hnúðunum þá liggur hillan flöt upp við vegginn.

Sjá einnig: DIY: Skartgripageymsla fyrir dömuna

Svo var bara að skrúfa hilluna fasta á vegginn. Ég bætti við myndum af börnunum mínum og einum ramma til viðbótar til að skrifa niður ef það er eitthvað sem ég þarf að muna varðandi skólann með töflutúss(að vera mamman sem gleymir frjálsa nestinu er ekki vinsælt á þessu heimili).

SHARE