Eins og glöggir lesendur hafa tekið eftir er ég einstaklega hrifin af því að hafa hlutina einfalda, líka þegar bjóða skal til veislu.
Það er eitthvert letigen í mér eða kanski er þetta drottningargen, heheheheh
Ostasalt til að hafa með ritzkexi eða einhverju öðru er sjúklega gott og sáraeinfalt. Þess vegna er það alltaf í mínum partýum og það klárast alltaf.
Uppskrift:
1 mexíkóostur
1 hvítlauksostur
rauð paprika
ein lúka af niðursneiddum púrrulauk
lítil dós ananaskurl
1 dós sýrður rjómi
vínber t.d 2 lúkur eða bara eftir smekk.
Aðferð:
Allt skorið smátt og blandað saman, ekki setja safan af ananaskurlinu með!
Svo er bara að njóta í botn.
Kristín fæddist á nunnuspítala og var skírð á flugvelli í henni Ameríku.
Hún er gift og á þrjú börn og eitt barnabarn. Hún hefur að mestum hlut unnið við að efla fólk og hefur menntað sig á því sviði. Ásamt því að skrifa á hun.is vinnur hún sjálfstætt sem meðferðaraðili.
Elskar að lesa, skrifa og mála en útivist og andleg málefni heilla hana.
Hún skrifar út frá eigin reynslu, faglegu nótunum og kaldhæðnislega um upplifun sína af breytingarskeiði miðaldra kvenna. Með hækkandi aldri hefur hún lært að létta sér lífið sem húsmóðir og gera mat á einfaldan hátt en alveg afbragðsgóðan svo frá henni má sjá uppskriftir að ýmsu góðgæti.
Hennar mottó er jákvæðni út í kosmósið því hún hefur lært af lífinu að jákvæðni kemur manni ansi langt!