Ef þú ert á lausu og ert að skoða þig um á markaðnum er gott að vita hverju þú ert að leita að, þegar kemur að föstu sambandi. Þú ert örugglega með einhverja hugmynd auðvitað, en svo er alltaf gott að leita til stjarnanna eftir leiðsögn.
Hvað segir stjörnuspekin um hvers konar kærasta þú átt að eiga?
Krabbinn
Þú ert viðkvæm sál og þarf að eiga kærasta sem er í tengslum við sína eigin tilfinningar. Hann þarf að geta verið opinn og eiga heiðarlegar samræður við þig og þér þarf að finnast hann taka þig alvarlega.
Ljónið
Þú ert fyrirferðamikil/l í lífinu yfir höfuð og þú þarft að eiga kærasta sem stenst þig í samanburði. Hann þarf að geta lifað fyrirferðamiklu lífi því það er það eina sem þú þekkir í lífinu.
Meyjan
Þú þarft að eiga kærasta sem er sterkur og stöðugur. Hann þarf að geta dregið úr kvíðanum sem þú finnur oft fyrir í kringum stefnumót og sambönd. Hann þarf að láta þér líða eins og aðstæðurnar séu réttar og náttúrulegar.
Sjá einnig: Hvernig tjá stjörnumerkin ást sína?
Vogin
Þú þarft að eiga kærasta sem vill ekki koma inn í líf þitt til að breyta því, heldur aðlagast lífi þínu eins og það er í dag. Hann reynir ekki að taka þig frá vinum þínum og er alveg til í að leyfa þér að stjórna ykkar flæði.
Sporðdrekinn
Þér leiðist mjög auðveldlega og þarft að eiga kærasta sem getur komið þér á óvart og gert þig spennta. Auðvitað á góðan hátt.
Bogmaðurinn
Hinn fullkomni kærasti fyrir þig er einhver sem tekur þér eins og þú ert og elskar þig skilyrðislaust. Þú ert með margar ólíkar hliðar í þinni persónu og hann þarf að falla fyrir hverri og einni hlið.
Steingeitin
Þú átt það til að vera hrædd í þessum heimi og þarft að eiga kærasta sem getur varið þig og verndað fyrir öllu sem þér finnst óöruggt. Þú þarft riddarann á hvíta hestinum.
Sjá einnig: Stjörnumerkin og kynþokkinn
Vatnsberinn
Þú þarft kærasta sem kemur með afslappað og rólegt andrúmsloft í líf þitt. Hann má samt ekki draga úr metnaði þínum og þess vegna þarf að vera fullkomið jafnvægi í sambandinu.
Fiskurinn
Þú ert náttúrulega frekar svartsýn og þarft kærasta sem hjálpar þér að sjá allt þetta jákvæða í heiminum. Hann hjálpar þér að verða spennt fyrir hlutum sem þér fundust ekki spennandi áður.
Hrúturinn
Þú þarft kærasta sem heldur í við þig. Þú gerir allt svo hratt og vilt hafa spennu í lífinu. Þú nennir ekki að draga neinn á eftir þér svo kærastinn þarf að vera í sama takti og þú.
Nautið
Þú þarft kærasta sem getur sýnt þér hlýju og veitt þér stöðugleika í líf þitt. Þar með veitir hann þér eitthvað sem aðrir geta sjaldnast veitt þér.
Tvíburarnir
Þú ert mikil ráðgáta og þú þarft kærasta sem getur lesið þig. Hann þarf að lesa það hvernig þér líður og skilja þig betur en allir aðrir.
Heimildir: All Womens talk
Kidda Svarfdal er ritstjóri og eigandi Hún.is en hún er frá Djúpavík á Ströndum. Hún fór á bát og snjósleða í skólann þegar hún var lítil og var í heimavist í Finnbogastaðaskóla. Hún hefur haft gaman að krossgátum og íslensku frá unga aldri og hefur skrifað ljóð, sögur, pistla og fleira. Ásamt því að skrifa á Hún.is er Kidda, ásamt fjölskyldu sinni, mikið í Djúpavík þar sem fjölskyldan er með ferðaþjónustu.