Ég ætla að skora á þig.
Núna í nokkur ár þá höfum við systurnar ásamt mömmu og mágkonum komið saman í september eða október og útbúið jól í skókassa. Fyrsta skiptið þá útbjuggum við bara nokkra kassa, efast um að þeir hafi náð táð tveggja stafa tölu, en fyrir þarsíðustu jól útbjuggum við 13 kassa og fyrir síðustu jól þá náðum við í 23 kassa. Það eru vissir hlutir sem er farið fram á að fari í hvern kassa (sápa, þvottastykki, tannbursti og tannkrem, einhver flík (t.d. vetlingar og/eða húfa), einhver ritföng, bangsi og 500-1000 kr) en ef maður er útsjónasamur þá þarf þetta ekki að kosta þig mikið. T.d. þá var Toys ´r us með rýmingarsölu í byrjun sumars og ég keypti fullt af tannburstum (á 120 kr stk) og öðru flottu dóti. Og ef þú átt börn sem eiga allt of mikið af dóti hvernig væri þá að biðja þau um að gefa eitthvað af dótinu sínu (börnunum mínum finnst það a.m.k. MJÖG spennandi). Mundu bara að það á ekki loka fyrir kassann, pakkaðu lokinu og skókassanum inn sér og lokaðu honum með teygju (þetta er svo að umsjónamenn verkefnissins geti farið fyrir innihalds kassana án þess að rífa upp umbúðirnar)
Þannig að hóaðu saman sytrum þínum, vinnufélögum, saumaklúbbnum eða bara kveiktu á jólatónlist ein með sjálfri þér og ímyndaðu þér brosið á andlitinu á barninu sem opnar gjöfina frá þér, eða þakklætið í augunum á þeim. Þessi börn eru ekki að hugsa um að fá merkjavöru eða nýjasta tölvuleikin, það eina sem þau vilja er jólagjöf, bara einhver jólagjöf.
Ég heiti Kristbjörg og ég er 2 barna móðir sem elskar föndur, að skapa með höndunum, að búa til eitthvað úr engu og að reyna að auðvelda mér lífið með því að skipuleggja, skipuleggja, skipuleggja.