Við höldum áfram að bjóða ykkur lesendur góðir upp á frábæru réttina hennar Röggu mágkonu.
Uppskrift:
1 stór sæt kartafla (skorin í sneiðar)
1 krukka fetaostur
1 poki ferskt spínat
0.5-1 krukka mango chutney
4 kjúklingabringur
0.5 pakki Ritz kex
salt og pipar
Aðferð:
Sætu kartöflurnar steiktar á pönnu upp úr helming af olíunni af fetaostinum og kryddaðar með salt og pipar. Sett í eldfast mót og inn í ofn í 10 mínútur á 180° C
Á meðan eru kjúklingabringurnar skornar niður í litla bita og létt steiktar, rest af fetaostolíu sett útí og stuttu seinna mangó Chutney bætt út í.
Þegar kartöflur hafa verið 10 mínútur í ofninum. Er eldfasta mótið með þeim tekið út og spínati, fetaosti og kjúklingnum dreift yfir kartöflurnar. Bakað áfram í 10 mínútur.
Þá er eldfasta mótið tekið úr ofninum aftur og muldu Ritz kexi dreift yfir svo aftur inn í ofn í 5 mínútur.
Gott að hafa naan brauð og ferskt salat með.
Þessi réttur er alveg frábær fyrir unga sem aldna.
Kristín fæddist á nunnuspítala og var skírð á flugvelli í henni Ameríku.
Hún er gift og á þrjú börn og eitt barnabarn. Hún hefur að mestum hlut unnið við að efla fólk og hefur menntað sig á því sviði. Ásamt því að skrifa á hun.is vinnur hún sjálfstætt sem meðferðaraðili.
Elskar að lesa, skrifa og mála en útivist og andleg málefni heilla hana.
Hún skrifar út frá eigin reynslu, faglegu nótunum og kaldhæðnislega um upplifun sína af breytingarskeiði miðaldra kvenna. Með hækkandi aldri hefur hún lært að létta sér lífið sem húsmóðir og gera mat á einfaldan hátt en alveg afbragðsgóðan svo frá henni má sjá uppskriftir að ýmsu góðgæti.
Hennar mottó er jákvæðni út í kosmósið því hún hefur lært af lífinu að jákvæðni kemur manni ansi langt!