Við munum mörg eftir þáttunum Dawson´s Creek en það voru þættir sem komu James Van Der Beek á kortið.
James er núna orðinn margra barna faðir og deilir með aðdáendum sínum, hversu erfitt það getur verið að koma mánaðar gömlu barni í háttinn. Hann setti þetta á „Story“ hjá sér á Instagram.
Myndböndin sýna dóttur hans, Gwendolyn, gráta og gráta og gráta og leiðir James til að róa litlu prinsessuna. Hann er nú orðinn fimm barna faðir en hann á Olivia (7), Joshua (6), Annabel (4) og Emilia (2) með konu sinni, Kimberly.