Hún svaf með maskara á sér í 25 ár

Það er alveg ljóst að það er ekki ráðlegt að sofa með maskara eða nokkurn annan farða á sér. Það kemur fyrir annað slagið að stúlkur sofni með eitthvað á andlitinu en það er ekki gott. Það er slæmt fyrir húðina og svo geta augnhárin brotnað ef þú ert með maskara og sofnar með hann.

Þessi kona hinsvegar, er 50 ára og býr í Ástralíu. Hún heitir Teresa Lynch hefur sofið með maskarann á hverri einustu nóttu, í 25 ár. Það er alveg vert að vara við þessum myndum því þær eru pínu ógeðslegar. 

Teresa ákvað að kíkja til læknis eftir að hún var búin að hafa seiðing í auganum í svolítinn tíma. Hún lýsti því eins og eitthvað væri fast upp í auganu á henni og kæmist ekki út. Þegar læknarnir skoðuðu hana fengu þeir áfall. Þetta er það nýtt og sérstakt að málið endaði sem rannsóknaratriði hjá American Academy of Ophthalmology.

Teresa viðurkenndi, sem fyrr segir, að hafa sofið með maskara síðustu 25 ár. Vandamálið var innan í augnlokum hennar. Uppsafnaður maskari hafði safnast upp og orðið að hörðum kornum inni í húðinni, sem urðu til þess að henni fannst alltaf eitthvað vera í auganu á henni.

Læknirinn Rebecca Taylor sagði:  Liturinn er komin undir efsta lag húðarinnar, ekki ósvipað húðflúri, en grófara. Þetta rispar augun hennar og þá sérstaklega hornhimnuna.

Ekki að þetta sé nógu slæmt, þá er hún líka með slæma sýkingu í slímhimnu augans. Skemmdirnar sem orðið hafa á augum hennar eru óafturkræfar, en Teresa hefur farið í 90 mínútna aðgerð þar sem læknir reyndi að fjarlægja stærstu kornin sem ollu henni mesta sársaukanum. 

Teresa hefur lært af þessari reynslu og ætlar sér aldrei aftur að sofa með maskara eða nokkurn annan farða. Þetta er svakalegt! Þrífið þið ekki af ykkur maskarann fyrir svefninn?

Heimildir: viralnova.com

SHARE