5 ára gömul stúlka heimsfræg fyrir hárið sitt

Mia Aflalo er aðeins 5 ára gömul en hefur nú þegar sett sinn svip á tískuheiminn og internetið. Hún er fædd í Tel Aviv í Ísrael og er komin með 53.200 fylgjendur á Instagram eftir að fjallað var um hana og risastóra hárið hennar í breska Vogue.

Þó margir kunni að halda að þessi litla skotta hljóti að vera orðin algjör díva, þá er það þvert á móti, samkvæmt hárgreiðslumanninum hennar, Sagi Dahari. Hann segir að hún kvarti aldrei, bíður þolinmóð og brosir til allra.

Þrátt fyrir að hún eigi marga aðdáendur finnst mörgum þetta vera mjög óviðeigandi, að hafa barn svona áberandi á netinu. Það geti skaðað hana allverulega.

Heimildir: Bored Panda

SHARE