Einföld, flott og ódýr jólagjöf

Ég er ein af þeim sem byrja að versla jólagjafir á útsölunum í janúar og hjá mér þýðir september að ég get raunverulega byrjað að plana jólin. Ég get varla verið ein um þetta, er það nokkuð?”

Ég greip þennan þrívíddar ramma hjá Hjálpræðishernum, ég fann gamlan bíl heima hjá mér og jólatréð og gervisnjórinn voru leifar frá því í fyrra.

Ég bætti við smá hvítri málingu og gervisnjó á bílinn, tók standinn af jólatrénu og límdi tréð á bílinn. Ég fann fallega mynd sem ég prentaði út og límdi á bakið á rammanum. Setti bílinn á réttan stað, bæti við smá snjó, setti bakið á réttan stað og var komin með flotta jólagjöf á ca. 15 mín.

Sjá einnig: Myndaði börnin á jóladag í 25 ár

SHARE