SuperTooth Disco 2 hátalararnir fara nú sigurför um heiminn en þeir hafa hlotið einróma lof gagnrýnenda eins og MacWorld og iLounge sem hafa stimplað hátalarana “Highly recommended”.
SuperTooth Disco 2 er ný kynslóð hátalara sem er þráðlaus, þ.e.a.s í hátalaranum er innbyggð rafhlaða sem endist í 10 tíma á miðlungs hljóðstyrk en 4 tíma á hámarks hljóðstyrk en á hátalaranum er ekki vagga fyrir síma eins og iPhone eða Samsung heldur tengir þú tækið sem þú vilt spila af við hátalarann með þráðlausri Bluetooth tækni eða með venjulegri heyrnatólasnúru (audio jack tengi)
Hljómurinn úr Disco 2 er ekki lítill eins og hátalarinn heldur er hreint út sagt frábær og fyllir vel stórt herbergi og jafnvel íbúð og því er það satt sem söluaðilar halda fram að einu sinni tók góður hljómur mikið pláss, en ekki lengur.
Disco 2 fæst í 6 litum, svörtum, hvítum, rauðum, bleikum, grænum og bláum og sómir sér vel uppi á hillu þar sem hann lítur meira út eins og listaverk en raftæki.
Disco 2 fæst í ELKO, Macland, iStore, iSímanum og hjá EasyStuff og kostar á bilinu 25-30 þúsund krónur.
Þetta fer klárlega á listann yfir fermingargjafirnar í ár því hann hentar fullkomlega í unglingaherbergið.
Við hjá hun.is ætlum að gefa svona hátalara á föstudaginn og með því að like-a síðuna og segja okkur í kommentum hér að neðan hvernig lit þig langar í, kemstu í pottinn.