6 ráð fyrir þá sem þjást af vefjagigt

Milljónir manna, sérstaklega konur á miðjum aldri, þjást af verkjum og óþægindum vegna vefjagigtar. Vefjagigt getur samt komið á hvaða aldri sem er, óháð kyni og kynþætti. Verkir í liðum eru mjög algengir og koma helst í úlnliði, hendur, fingur, axlir og handleggi. Algengt er að sjúklingur finni fyrir bólgum í líkamanum, þreytu, þunglyndi og kvíða. Það er engin lækning til við vefjagigt en það eru nokkrir hlutir sem geta hjálpað mikið. 

Hvíld

Þetta hljómar kannski einfalt en margir sem eru með vefjagigt geta ekki komið sér fyrir á nóttunni til að sofa vel. Ef þú sefur ekki vel um nóttina verður þú að hvílast þegar þú getur. Sterkur líkami er besta vörnin gegn verkjum og sársauka. Settu niður svefnáætlun og stattu við hana. Reyndu að forðast áreiti áður en þú ferð að sofa. Slökktu á ljósunum og á símanum og slepptu sjónvarpsáhorfi rétt fyrir svefninn. 

 

Nálastungur

Nálastungur eru forn asísk aðferð til að deyfa sársauka og auka eðlilegt blóðflæði, sem getur svo minnkað bólgur. Nálastungur eru líka sem verkjastillandi fyrir taugakerfið. 

 

Nudd

Það er gott að nudda vöðvana sem valda þér sársauka. Það hjálpar til við að mýkja aumu vöðvana og liðina og auðvitað minnkað stress sem veldur oft krónískum verkjum. Mjúkar teygjur hjálpa líka til við að styrkja og liðka liðina. 

 

Jóga og líkamsrækt

Það er kannski ekki freistandi að hreyfa sig þegar maður er með vefjagigt. Hinsvegar hjálpar það til við að minnka sársauka fra stífum og krepptum vöðvum. Það eykur endorfínframleiðsluna sem er gott fyrir þreytu og þunglyndi. Hreyfingin þarf ekki að vera brjálæðislega erfið en þjálfar vöðvana sem vinna gegn verkjum. Í jóga er notuð einföld tækni og maður lærir réttar stöður, styrkir kjarnann og teygir á.

 

Magnesíum

Fáðu lækninn þinn til að athuga hvort þú ert með nóg magnesíum í blóðinu. Það hefur sýnt sig að ef magnesíum magnið í blóðinu er rétt dregur það út einkennum gigtar og vefjagigtarverkjum. Þú gætir þurft að bæta magnesíum í mataræði þitt.

 

Passaðu upp á hitann 

Ef þú ert að eiga við verki í vöðvum á nóttunni, prófaðu þá að fara í heitt bað eða heita sturtu fyrir svefninn. Settu náttfötin í þurrkarann eða á vel heitan ofn áður en þú ferð í rúmið. Hitateppi eða hitapoki getur líka verið góður til að auka blóðflæði á þeim svæðum sem þú finnur til á. 

 

Heimildir: womendailymagazine.com

SHARE