Hér eru 4 merki um að þú sért að innbyrða of mikið af natríum:
1. Þú ert alltaf þyrst/ur
Ef þú borðar of mikið salt verður þú þurr í munninum. Um leið og þú borðar máltíð sem er of sölt verður líkami þinn fyrir misræmi milli vatns og natríum. Drekktu meira vatn til að jafna þetta út.
2. Tíð þvaglát
Vissirðu að of mikil neysla salts getur látið þig þurfa oftar að pissa? Of mikil saltneysla lætur nýrun þín fara að vinna yfirvinnu til það losa sig við natríum-ið úr líkamanum, sem verður til þess að þú þarft oftar að fara á klósettið.
3. Viðvarandi höfuðverkur
Höfuðverkur og hár blóðþrýstingur helst í hendur við of mikla neyslu salts og saltið getur valdið hvoru tveggja. Rannsókn sýnir að fólk sem borðar mikið salt er líklegra til að fá þráláta höfuðverki.
4. Heilaþoka
Of mikið salt þurrkar líkamann og ofþornun getur valdið slæmu minni, lélegri einbeitingu og hefur einnig áhrif á vitræna starfsemi.
Heimildir: Womandaily.com
Kidda Svarfdal er ritstjóri og eigandi Hún.is en hún er frá Djúpavík á Ströndum. Hún fór á bát og snjósleða í skólann þegar hún var lítil og var í heimavist í Finnbogastaðaskóla. Hún hefur haft gaman að krossgátum og íslensku frá unga aldri og hefur skrifað ljóð, sögur, pistla og fleira. Ásamt því að skrifa á Hún.is er Kidda, ásamt fjölskyldu sinni, mikið í Djúpavík þar sem fjölskyldan er með ferðaþjónustu.