Ég hef eignast nýtt uppáhald. Það eru heitir drykkir sem eru samt ekki te og ekki kaffi. Þeir voru þróaðir af Lombardia Hot Drinks og eru gerðir úr fyrsta flokks hráefnum.
GingerLove var fyrsti drykkurinn sem var þróaður. Hann er gerður úr blöndu sítrusávaxta og engifers. Froðutoppurinn er alveg einstakur og það má drekka þennan heitan eða kaldan. Hann er alls ekki síðri kaldur með muldum ísmolum.
Í GingerLove er safi úr lífrænu engiferþykkni, lífrænum appelsínur og lífrænum sítrónum.
Svo er það DetoxLove. Hvað get ég sagt? Þú finnur bara á bragðinu að þessi drykkur er, eins og hinir, búinn til úr fyrsta flokks hráefnum. Það eru margir sem elska þennan og það er engin furða. Það er silkimjúkur froðutoppur á DetoxLove, eins og GingerLove, sem bragðast af ananas, bergamotappelsínu, túrmerik, engiferi og sítrónu. Allt lífrænt auðvitað.
Ég er týpan sem er alltaf lengi að koma sér í ró á kvöldin og þá kemur SleepyLove sterkur inn. Hann inniheldur magnaða blöndu af sérvöldu Bach blómadropunum Honeysuckle (Vaftoppur), Walnut (Valhnota), Rock Rose (Glóauga), Impatiens (Risabalsamína), Cherry Plum (Fuglaplóma), Clematis (Hnoðrabergsóley) og Star of Betlehem (Morgunstjarna) og einnig lífræna mangó- og eplasafa auk engifersextrakts og sítrónu.
Froðutoppurinn er auðvitað á sínum stað sem gerir drykkinn enn girnilegri og svo er hann einstaklega bragðgóður. Ef þú drekkur þennan fyrir háttinn muntu finna mun. Dragðu djúpt inn andann og svífðu mjúklega í draumalandið.
Unnið í samstarfi við ABEL heilsuvörur og fæst í Hagkaup, Fjarðarkaup, Melabúðinni, Heilsuhúsinu og fjölmörgum apótekum.
Kidda Svarfdal er ritstjóri og eigandi Hún.is en hún er frá Djúpavík á Ströndum. Hún fór á bát og snjósleða í skólann þegar hún var lítil og var í heimavist í Finnbogastaðaskóla. Hún hefur haft gaman að krossgátum og íslensku frá unga aldri og hefur skrifað ljóð, sögur, pistla og fleira. Ásamt því að skrifa á Hún.is er Kidda, ásamt fjölskyldu sinni, mikið í Djúpavík þar sem fjölskyldan er með ferðaþjónustu.