Jólagjöf UN Women 2018 er unnin í samstarfi við Reykjavík Letterpress og ber heitið Vonarneisti.
Vonarneistinn er táknrænt eldspýtnabréf sem stendur fyrir vonina sem kviknar í lífi Róhingjakonu þegar hún leitar til neyðarathvarfs UN Women við Balukhali flóttamannabúðirnar í Bangladess.
Rúmlega 400 þúsund Róhingjakonur búa við erfið lífsskilyrði í flóttamannabúðunum við Cox‘s Bazar. Margar þeirra eru ekkjur og einstæðar, margra barna mæður, nýbúnar að flýja heimkynni sín í Mjanmar eftir ofsóknir og gróft ofbeldi. Þær þora ekki að fara út úr kofum sínum eða taka þátt í samfélaginu af ótta við ofbeldi nýju aðstæðum.
Allur ágóði af sölu jólagjafarinnar rennur til neyðarathvarfs UN Women þar sem konurnar fá áfallahjálp, öruggt skjól og atvinnutækifæri. Auk þess dreifir UN Women sæmdarsettum sem inniheldur helstu hreinlætisvörur, teppi, vasaljós og vistvæn kol til matseldar og upphitunar.
Samhliða jólagjöfinni voru framleiddir einstakir gjafamerkimiðar UN Women og Reykjavík Letterpress og rennur allur ágóði af sölu þeirra einnig til neyðarathvarfsins.
Jólagjöfin og merkimiðarnir fást á www.unwomen.is eða í síma 552-6200. Vonarneisti kostar 3.990 og gjafamerkimiðarnir (8 stk. í pakka) kosta 2.590.
Kidda Svarfdal er ritstjóri og eigandi Hún.is en hún er frá Djúpavík á Ströndum. Hún fór á bát og snjósleða í skólann þegar hún var lítil og var í heimavist í Finnbogastaðaskóla. Hún hefur haft gaman að krossgátum og íslensku frá unga aldri og hefur skrifað ljóð, sögur, pistla og fleira. Ásamt því að skrifa á Hún.is er Kidda, ásamt fjölskyldu sinni, mikið í Djúpavík þar sem fjölskyldan er með ferðaþjónustu.