Þessi er ofsalega jólaleg og afskaplega bragðgóð! Hún kemur auðvitað frá Eldhússystrum
Piparköku-ostakaka með hvítu súkkulaði
Botn
250 gr piparkökur
80 gr smjör (bráðið)
Fylling
200 gr rjómaostur
3 eggjarauður
1 dl flórsykur
1 tsk vanillusykur
3 dl rjómi (þeyttur)
150 gr Hvítt súkkulaði (t.d. odense)
3 eggjahvítur
Skraut
piparkökur
Stillið ofninn á 200°c.
Myljið piparkökurnar og hrærið saman við bráðið smjörið. Festið bökunarpappír í botninn á lausbotna formi. Þrýstið mulningnum niður í formið og bakið í 7-9 min og látið kólna alveg.
Þeytið rjómann og bræðið súkkulaðið.
Hrærið saman rjómaostinum, eggjarauðunum, flórsykrinum, rjómanum og súkkulaðinu. Þeytið eggjavítunar þar til þær verða stífar og hrærið saman við fyllinguna.
Dreifið úr fyllingunni á botninn og frystið.
Takið kökuna út nokkrum tímum áður en það á að borða hana og skreytið með piparkökum.
Endilega smellið á like á Facebook síðu systranna
Kidda Svarfdal er ritstjóri og eigandi Hún.is en hún er frá Djúpavík á Ströndum. Hún fór á bát og snjósleða í skólann þegar hún var lítil og var í heimavist í Finnbogastaðaskóla. Hún hefur haft gaman að krossgátum og íslensku frá unga aldri og hefur skrifað ljóð, sögur, pistla og fleira. Ásamt því að skrifa á Hún.is er Kidda, ásamt fjölskyldu sinni, mikið í Djúpavík þar sem fjölskyldan er með ferðaþjónustu.