Það eru nokkrir hlutir sem flest fólk gerir áður en það fer að sofa. Bursta tennur, pissa, stilla vekjarann og fleira. Margir eiga erfitt með að koma sér í ró á kvöldin en hér eru nokkur dæmi um athafnir sem þú getur prófað til að fá betri nætursvefn. Listinn er frá The Daily Meal.
Lagaðu til í herberginu
Þetta hljómar ekki eins og eitthvað sem maður nennir að gera fyrir svefninn en það gæti komið þér á óvart hvað getur gerst ef þú gerir þetta. Ef þú dregur úr óreiðunni í kringum þig, dregur þú úr óreiðunni í huganum þínum. Taktu nokkrar mínútur í að laga aðeins til, laga bækur í bókahillu, ganga frá fötunum og raða á hillur.
Dempaðu ljósin
Heilinn er þannig gerður að hann vill vera vakandi þegar það er bjart en sofandi þegar það er dimmt. Þegar það er bjart í herberginu hamlar líkaminn framleiðslu svefnhormóns. Því dimmara sem er, því meira svefnhormón framleiðir þú. Það er fínt að hafa vekjaraklukku sem líkir eftir því þegar sólin er að rísa, en eins er gott að hafa dempaða birtu þegar þú vilt koma þér í ró.
Teiknaðu eða skrifaðu
Það, að teikna, skrifa eða gera eitthvað annað skapandi, getur verið góð leið til að slaka á eftir stressandi dag. Það getur líka haldið höndum þínum uppteknum á meðan heilinn slakar á. Þá dregur þú úr eirðarleysi og hægir á huganum.
Drekktu heitan drykk
Heit mjólk eða möndlumjólk er góð til að festa svefn. Í þeim er mikið magnesíum en þeir sem eru ekki með nóg af magnesíum í líkamanum eiga það til að glíma við svefnleysi.
Skriftir
Sumu fólki finnst gott ljúka deginum með því að fara yfir atburði dagsins. Það getur virkað vel að skrifa á hverjum degi, þrjá hluti sem þú ert þakklát/ur fyrir. Sumum finnst gott að skrifa bara eitthvað sem hefur gerst yfir daginn eða bara það fyrsta sem kemur upp í hugann. Hvað sem þú skrifar þá er þetta ákveðin hreinsun á huganum.
Gerðu lista yfir það sem þú þarft að gera
Eru ókláruð verkefni að halda fyrir þér vöku? Ef það er mikið að gera hjá þér getur verið að það þyrmi yfir þig þegar þú átt að fara að leggjast til hvílu á kvöldin. Varstu búin/n að svara þessum pósti? Gleymdirðu að fara í pósthúsið? Svona hugsanir geta valdið því að þú getur ekki sofnað. Skrifaðu þessa hluti frekar niður eða settu þá í minnið í símanum og þá geturðu sleppt af þessu tökunum.
Hugleiddu
Það hefur verið vísindalega sannað að hugleiðsla eða núvitundaræfingar hjálpa fólki að sofna. Hvort tveggja dregur úr stressi, bætir einbeitingu og bætir hjartaheilsu. Þú þarft ekki að hugleiða í marga klukkutíma til að hagnast á þessu heldur er nóg að hugleiða í nokkrar mínútur.
Lestu bók
Lestu hjálpar heilanum að slaka á og gefur þér eitthvað annað að gera en að horfa á upplýstan skjá. Náðu þér niður með því að lesa góða bók.
Spreyjaðu lavender ilmkjarnaolíu
Ilmkjarnaolíur hafa verið notaðar í lækningarskyni í þúsundir ára. Talið er að ákveðnir ilmir hafi veruleg áhrif á mannslíkamann. Lavender er notað víða í dag og talið er að lyktin hjálpi fólki að sofa betur.
Teygðu á
Ef þú tekur nokkrar mínútur í að taka nokkrar jógastöður eða bara teygja smá á, slakar þú á líkamanum og hann verður tilbúinn í hvíld. Teygjur létta líka á stressi.
Farðu í heita sturtu eða bað
Haltu rúminu þínu hreinu og notalegu með því að þvo þér áður þú ferð uppí. Heita vatnið hjálpar þér að slaka á vöðvunum og minnka spennu sem hjálpar þér að sofa.
Lækkaðu hitann
Samkvæmt
National Sleep Foundation er best að sofa í 18° hita. Settu hitann niður svona klukkutíma fyrir svefninn og hafðu herbergið frekar svalt þegar þú skríður undir sæng.
Slökktu á raftækjunum
Líkt og ljós geta haldið fyrir þér vöku þá gera ljósin á tölvuskjánum eða símanum haldið fyrir þér vöku. Raftæki geta komið í veg fyrir melatónín framleiðsluna í líkamanum, meira en venjulegt ljós frá lampa eða lesljósi. Bláa birtan af skjánum getur meira að segja stoppað melatónín framleiðsluna á nokkrum mínútum.
Kidda Svarfdal er ritstjóri og eigandi Hún.is en hún er frá Djúpavík á Ströndum. Hún fór á bát og snjósleða í skólann þegar hún var lítil og var í heimavist í Finnbogastaðaskóla. Hún hefur haft gaman að krossgátum og íslensku frá unga aldri og hefur skrifað ljóð, sögur, pistla og fleira. Ásamt því að skrifa á Hún.is er Kidda, ásamt fjölskyldu sinni, mikið í Djúpavík þar sem fjölskyldan er með ferðaþjónustu.