Áhrifavaldur notaði kókaín og sígarettur til að vera grönn

Ástralska fyrirsætan Ruby Tuesday Matthews (25) hefur opnað sig um hvernig hún fór að því að halda sér grannri áður en hún eignaðist börnin sín tvö. Hún segist hafa gert það með því að nota kókaín, svart kaffi og sígarettur.

„Ég notaði mikið kókaín, MJÖG mikið. Ég reykti, drakk kaffi og notaði kókaín,“ segir hún í myndbandi á Instagram og bætir við í kaldhæðni: „Það má vera að það hljómi vel,“ en bætir svo við að þetta hafi verið fíkn. „Fólk skildi ekki hvernig ég gat borðað og verið samt svona grönn. En það er víst frekar auðvelt að fela fíknir. Fólk skilur ekki hversu auðvelt er að fela hluti, hvort sem það er fíkn, þunglyndi eða kvíði.“

Fyrirsætan sagði líka að þessi lífsstíll hafi ekki verið mjög óvenjulegur fyrir konur í sömu stöðu. Frekar sé ætlast til þess að áhrifavaldar gangi ansi langt til að halda sér grönnum.

Sjá einnig: 67 ára Playboy fyrirsæta

Marissa Mehulam er næringarfræðingur og sagði þetta í viðtali við Yahoo: „Hlutverk áhrifavalda á fylgjendur sína varðandi megrun og lífsstíl er mjög ógnvekjandi. Fólk lítur gjarnan til áhrifa valda til að setja sér markmið og reynir að apa upp þeirra lífsstíl og heldur að það muni ná árangri. Ruby var auðvitað grönn þegar hún var að gera þetta en við getum öll verið sammála um að þessi aðferð hennar er ekki heilsusamleg.“

SHARE