Rannsóknir sýna að lágvaxnir karlmenn eru reiðari og ofbeldisfyllri

Samkvæmt nýjum rannsóknum eru lágvaxnir menn gjarnari á að verða mun fljótar reiðir en hávaxnir menn. Þetta á þó ekki við um alla en yfir heildina er sagt að lágvaxið fólk sé árásagjarnara og að það sé auðveldara að gera það reitt.

Vísindamenn í Georgíu tóku 600 menn á aldrinum 18-50 ára í viðtal þar sem að hegðun, sjálfsmynd og fleira var skoðað.
Þar kom í ljós að menn sem að fundust þeir skorta karlmennsku voru ofbeldisfyllri, árásagjarnari og misstu stjórn á skapi sínu mun hraðar en þeir sem að voru sáttir með líkamann sinn og karlmennsku.

Það sem að við köllum karlmannlegt og kvenlegt er eitthvað sem að við verðum að skoða á þessum tímum. Samfélagið hefur sínar eigin hugmyndir um hvað það er og það kennum við börnunum okkar (oft ómeðvitað) frá því að þau fæðast. Þetta er eitt af því sem að leiðir til þess að lágvaxnir karlmenn finnast þeir minna karlmannlegir en þeir hávöxnu.
Það er einnig ástæðan fyrir því að margir eru með minnimáttarkennd og móðgast því mjög auðveldlega.

Rannsóknin sýndi að menn sem að menn sem að trúa þessum staðalímyndum sem að voru ákveðnar af samfélaginu fundust þeir minni karlmenn eða þjáðust af mikilli streitu.
Rannsóknin sýndi einnig að þessir menn voru þrisvar sinnum líklegri til þess að hafa framið ofbeldisglæp með vopnum eða að hafa slasað einhvern alvarlega.

 Í fyrra sagði Oxford Háskólinn meira að segja að ,,lágvaxna manns heilkennið” (short man syndrome) væri í rauninni til en það er einnig kallað ,,Napolean Complex”. 

Í nútíma samfélagi hefur fólk orðið meira vart við ,,líkams standarda” fyrir bæði kyn og hæð fólks er oft mjög tabú umræðuefni.

Kenningarnar um heilkennið eru oft studdar með dæmum af þekktum leiðtogum úr fortíðinni sem að voru lágvaxnir.
Til dæmis, Napoleon og Alexander hinn mikli voru báðir í kring um  170 cm á hæð sem er talið rétt undir meðalhæð karla í Frakklandi. Adolf Hitler er einnig dæmi um lágvaxinn, árásagjarnann og  ofbeldisfullann leiðtoga.

Restina af greininni má lesa á: https://splixa.com/study-suggests-that-short-people-are-angrier-and-more-violent?

SHARE