87 ára gömul kona sem bjó í húsi fyrir aldraða í Glenwood hné niður í matsalnum, síðastliðinn þriðjudag og átti erfitt með andardrátt. Hringt var í neyðarlínuna og tjáði hjúkrunarfræðingurinn viðtakanda þar að konan ætti mjög erfitt með að anda. Starfsmaður neyðarlínu gaf fyrirmæli um að blása í konuna. Hjúkrunarfræðingurinn neitaði að veita þessa meðferð, sagði að hún hefði ekki heimild til þess.
“Er ekki einhver gestur staddur þarna sem kann blástursmeðferð og vill hjálpa konunni úr því þið viljið það ekki?” spurði konan á neyðarlínunni. “Konan deyr ef hún fær ekki hjálp.”
Ég veit það, svaraði hjúkrunarfræðingurinn en get ekkert gert í málinu. Og þar við sat.
Yfirvöld hafa rannsakað þetta mál og það eru reglur um það að starfsmenn eigi að staldra við ef eitthvað komi upp á.
Sjúkrabíll og sjúkraliðar komu á vettvang u.þ.b. 10 mín. eftir að hringt var og gerðu hvað þeir gátu en gamla konan dó í höndunum á þeim.
Talsmaður hjúkrunarheimilisins segir í yfirlýsingu um mál þetta að fyrirmæli til starfsmanna séu á þann veg að þeir skuli hringja á neyðarlínuna þegar atvik af þessu tagi henda og bíða hjá. Þessi tiltekni hjúkrunarfræðingur hefði kannski átt að beygja þessar reglur heimilisins til að hjálpa deyjandi konu?
Hér getur þú hlustað á símtalið milli hjúkrunarfræðingsins og starfsmann neyðarlínunnar
[youtube width=”600″ height=”325″ video_id=”OGE8TL9ch7U”]