Shelsea Montes er ung kona sem keppt hefur í fitness reglulega. Hún birti pistil um daginn sem var eins konar uppgjör. Í pistlinum sagði hún frá ástæðunni fyrir því að hún ákvað að hætta í fitness.
“Upp á síðkastið hefur fólk verið að spyrja mig af hvort ég ætli að keppa aftur. Sumum hef ég bara ekki svarað og öðrum hef ég svarað eiginlega út í hött. En svarið er NEI. ”
Langaði að líta vel út
“Þegar ég fór að stunda vaxtarrækt langaði mig til að líta vel út og komast í mjög gott form. Ég vissi ekkert um þann iðnað sem vaxtarræktin er. Ég hafði séð vaxtarræktarmódelin í tímaritum og hugsaði með mér að svona vildi ég líta út. Ég var búin að taka þátt í fegurðarsamkeppnum og hugsaði með mér að þetta væri einmitt fyrir mig. Mér þætti gaman að æfa, þótti ofsalega gaman að punta mig til og fara á svið. Ég vissi ekkert um heilbrigði og heilsuvernd og ef reynt var að ræða þau mál við mig lét ég það sem vind um eyrun þjóta og sagði sem svo að fólk væri bara afbrýðissamt út í mig af því ég gerði meira en tala um að koma mér í form, ég gerði það.. Ég æfði í 13 vikur á undan fyrstu sýningunni sem ég tók þátt í og borðaði engin kolvetni 6 vikur á undan keppninni svo að ég var ansi hungrað stúlkugrey.”
Niðurtúrinn eftir keppni
“Þegar keppninni var lokið man ég að ég tróð í mig eins og vitstola manneskja og haldið þið að ég hafi verið ein um það? Ég var í kolvetnis dái! Í 4-6 vikur át ég án afláts og þyngdist auðvitað einhver ósköp, þyngd sem ég þurfti svo að ná af mér. Sem betur fer var ég ekki of þung áður en þetta ferli hófst af því ég borðaði þá ágætan mat og leit eðlilega út. Þetta varð að venju hjá mér að loknum sýningum og ég var ekki ein um það. Ef ég borðaði óhollan mat leið mér hræðilega. Ástæðan fyrir því að ég byrjaði að æfa var að mig langaði til að vera heilbrigð og nú var mig farið að hungra í ruslfæði og borðaði mat sem ég hafði ekki snert áður. Þegar þetta var leiddi ég hugann ekki að þessu og taldi það ekki skipta neinu. Ég taldi að ég yrði bara að koma mér í gírinn aftur.
Ánetjaðist þessu lífi
“Mér leið vel á sviðinu og gekk svo vel að ég hafði í raun ánetjast þessu lífi og hélt að ég gæti alveg haldið áfram. Ég keppti í tvö ár sem atvinnumaður og fékk á þeim tíma eins mánaðar frí. Allan þennan tíma fékk ég of fáar hitaeiningar. Fyrsta árið á atvinnuferli mínu gaf ég þessu engan gaum og taldi að ekkert gæti í raun komið fyrir mig. Ég vildi ná markmiðum mínum og hefði keppt enn oftar ef ég hefði þurft þess.”
Fór að troða sig út af mat, var andlega og líkamlega uppgefin
“Um það leyti sem ég var að hefja annað keppnisárið fékk ég fyrsta bakslagið og fór að troða mig út af mat. Ég fór líka að vera óörugg um útlitið og skammaðist mín ógurlega af því ég hafði fitnað.Ef maður er í umhverfi sem dæmir mann eftir útlitinu og holdinu sem er á beinunum þar með talinni fitunni er pressan mikil að geta litið út á vissan hátt. Ég þyngdist ansi mikið og var að byrja 12 vikna æfingatímabil. Ef ég hefði haft vit fyrir mér hefði ég gert hlé á æfingum. En satt að segja vissi ég ekki betur. Ég fékk boð um að taka þátt í alþjóðlegu móti og hver myndi ekki vilja vera þar? Ég hafði aldrei áður á æfingatímabili verið örþreytt frá upphafi til enda. Það varð alltaf erfiðara og erfiðara að léttast og missa ekki kjarkinn. Ég var ekki að þessu af heilum huga. Allt árið gekk upp og ofan hjá mér og annríkið var svo mikið að ég var andlega og líkamlega uppgefin.”
Vildi ekki að fólk færi að tala um fituhlussuna
“Ég gifti mig og fór í brúðkaupsferð eftir síðustu sýninguna sem var olympíska bikini mótið 2011. Ég þurfti að fá frí, frí frá því að vera í svelti og æfa mig yfir tvær klukkustundir daglega. Bakslagið var jafnvel verra en hið fyrra. Tilfinningalífið var í rúst vegna útlitsins. Ég hafði breyst alveg ótrúlega mikið og fékkst ekki einu sinni út úr húsi. Ég var alveg viss um að fólk myndi fara að tala um hvað ég væri orðin feit, (sem ER GERT ef maður er í þessum iðnaði) og fann mér nýja líkamsræktarstöð þvi að ég vildi ekki að fólk færi að tala um bikinistúlkuna sem var orðin fituhlussa”
Hún segist eftir þetta hafa óskað þess að hafa aldrei byrjað í þessum bransa, á endanum lokaði hún á þetta allt
“Ég var farin að óska þess að ég hefði aldrei byrjað á þesssari vaxtarrækt, keppni og sýningum. Ég lokaði á fésbókina af því ég vildi ekki sjá fréttirnar af fólkinu sem var að svelta sig og keppa.”
Mikið hormónaójafnvægi eftir allar þessari keppnir
“Ég varð að reyna að skilja hvað var að mér, talaði við nokkra vini sem höfðu lent í svipaðri klemmu og ég og fór svo til hómópata. Í ljós kom að brennslan í líkamanum var í mjög miklu ólagi og hormónabúskapurinn úr jafnvægi. Þetta hendir oft fólk sem er að æfa og keppa eins og ég gerði. Hvernig í ósköpunum tóks mér að gera sálfri mér þetta, hugsaði ég og hvernig get ég lagað þetta? ”
Batinn
“Ég fór að sofa meira. Ég fór sjaldnar í líkamsræktina og sleppti erfiðu æfingunum um tíma svo að líkaminn hvíldist og jafnaði sig. Ég borðaði hollan mat og hélt ekki í við mig. Ef mig langaði í verulega góða máltíð fékk ég mér verulega góða máltíð. Ég neytti einskis sem var örvandi, hafði drukkið mikið af kaffi og of marga fitubrennsludrykki. Ég tók mér líka heilmikinn tíma og er enn að gefa mér tíma. ”
“Ég er sátt við sjálfa mig eins og ég er- bæði stærð og útlit. Við erum öll falleg hver á sinn hátt. Nú er ég komin þangað að mér finnst gaman að æfa og borða hollan og góðan mat. Mig langar ekki lengur ofsalega í eitthvað óhollt og þegar mig langar í eitthvað óhollt læt ég eftir mér að fá mér svolítið.”
Hún talar einnig um að hún sé enn í dag, tveimur árum seinna að upplifa andlegar afleiðingar.
Hún lokar pistlinum með því að segja að þessi grein sé ekki gerð til að setja út á vaxtarræktarfólk, hins vegar hafi þetta komið fyrir hana sem og marga aðra í bransanum. Hún biður jafnframt stelpur sem eru í þeirri aðstöðu sem hún var í að hætta þegar líkaminn segir stopp.
Svona lítur hún út í dag, heilbrigð.
Hér getur þú séð upprunalegu færsluna