Lögregla hvetur foreldra sem eru föst með hungruð börn til að hringja í 112

Veðrið er enn mjög slæmt og færðin er síst að skána. Þeir sem eru fastir í bifreiðum með börn sem eru farin að finna til hungurs, eru beðinn um að láta lögregluna vita í 112 svo hægt sé að aðstoða.
Ártúnsbrekka lokuð vegna bifreiða er standa fastar. Aðreinar af Sæbraut eru stíflaðar vegna bifreiða er sitja fastar í slaufunum. Bifreiðar virðast ekki ráða við að komast upp Ártúnsbrekku.

Hafnarfjörður; Hafnarfjarðarvegur er opinn sem stendur en færð orðin erfið. Búið er að afgreiða árekturinn við Kópavogslæk en þar lentu um 20 bifreiðar saman. Færð í íbúðargötum orðin mjög erfið, í raun ómöguleg fyrir fólksbíla.

Kópavogur; Breiðholtsbraut lokuð við Víkurhvarf ekki hægt að ryðja vegna yfirgefinna bifreiða. Færð mjög erfið í Hvarfa og Kórahverfi. Starfsmenn Kópavogs reyna sitt besta við halda opnu.

Vandræði ennþá á Vesturlandsvegi við Bauhaus lokað vegna bifreiða er standa þar fastar.

Lögreglan sendi einnig frá sér ítrekun til foreldra:
“Ekki sækja börnin ykkar í skóla/frístundaheimili/leikskóla o.s.frv. – úti er ekkert ferðaveður og það versta sem getur gerst er að fá fleiri fasta bíla sem teppa neyðarumferð. Haft hefur verið samband við skóla um að halda börnum inni þangað til að þau verði sótt seinna í dag þegar veðri slotar. Börnin eru ekki í neinni hættu í skólunum.”

Förum varlega og hjálpumst að og deilum áfram!

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here