Það er alveg líklegt að þú þekkir einhvern sem hefur fengið ristilkrabbamein. Ristilkrabbamein er þriðja algengasta krabbameinið í Bandaríkjunum og næst algengasta krabbameinið sem dregur fólk til dauða.
Dauðsföllum vegna ristilkrabba hefur samt fækkað með árunum, þökk sé tækninni. Í dag er frekar lítið mál að fara í ristilspeglun, en ungu fólki með ristilkrabbamein hefur hinsvegar fjölgað, samkvæmt Richard Wender krabbameinslækni í American Cancer Society.
Þú getur gert marga hluti til að verja þig fyrir ristilkrabbameini. Hægt væri að koma í veg fyrir næstum helming krabbameinstilfella í Bandaríkjunum með því að halda sig í kjörþyngd, borða grænmeti og líkamlega virkur, ef marka má American Institute for Cancer Research.
Hér eru hlutir sem þú þarft að vita:
Farðu í reglulega speglun frá 45 ára
Fleiri og fleiri greinast með ristilkrabbamein og krabbamein í endaþarmi en um 30% þeirra sem greinast með krabbamein í endaþarmi eru greind 55 ára eða yngri. Það eru tvöfalt fleiri en voru að greinast árið 1990. „Við teljum að þetta sé tengt lífsstíl fólks. Fleiri eru í yfirvigt og glíma við offitu sem eykur hættuna, en við sjáum líka fólk sem er grannt og stundar reglulega hreyfingu,“ segir Richard.
Í fyrra var mælt með því að fólk færi að koma í reglulega í speglun um 45 ára aldurinn en viðmiðið var áður 50 ár.
Sjá einnig: Hver eru einkenni ristilkrabbameins?
Vertu í kjörþyngd
Konur sem eru of þungar og í offitu eru tvöfalt líklegri til að greinast með ristilkrabbamein fyrir fimmtugt en þær sem eru í kjörþyngd, samkvæmt rannsókn frá 2018 sem gerð var af Washington University. Í raun væri hægt að koma í veg fyrir 22% af þessum tilfellum ef manneskjan hefði verið í meðalþyngd.
Ein kenning er um að þyngri einstaklingar sem með meiri bólgur í líkamanum sem getur leitt til skemmda í DNA sem eykur líkur á ristilkrabbameini. Það getur líka verið að fólk í kjörþyngd borði betri fæðu og æfi reglulega sem minnkar líka líkur á ristilkrabbameini.
Borðaðu mat þar sem undirstaðan er úr plönturíkinu
Fæði úr plönturíkinu er trefjaríkt og hefur verið sýnt fram á að trefjar minnka líkur á ristilkrabbameini. Ráðlagt er að borða 10 gr á dag en það mun minnka líkurnar á ristilkrabba um 10% samkvæmt American Institute for Cancer Research. Tveir þriðju af máltíðinni þinni ætti að vera ávextir, grænmeti, heilkorn, baunir og hnetur og ekki meira en einn þriðji ætti að vera kjúklingur, rautt kjöt eða fiskur. Hummus, túnfiskur og hnetusmjör er líka gott í stað kjöts. Unnin kjötvara er talin auka líkur á ristilkrabba en fiskur og prótein úr plönturíkinu er talið verja þig fyrir ristilkrabba.
Einnig er sagt að hvítlaukur sé allra meina bót. Fólk sem borðar mikinn hvítlauk, blaðlauk og venjulegan lauk eru 79% ólíklegri til að fá ristilkrabbamein en þeir sem sneiða framhjá lauk.
Æfðu eins mikið og þú getur
Líkamsrækt minnkar líkur á ristilkrabbameini og því meira sem þú hreyfir þig því minni líkur eru á því að þú fáir krabbamein. Í einni rannsókn sem gerð var á 50 manns kom í ljós að ef fólk æfði mikið voru 24% minni líkur á því að það fengi ristilkrabbamein.
Ekki reykja og minnkaðu drykkjuna
„Ef þú reykir ertu líklegri til að verða greind með og deyja úr ristilkrabbameini,“ segir Richard. Reykingar eru sérstaklega skaðlegar á þessu sviði fyrir konur. Þær sem hafa reykt eru næstum 20% líklegri til að fá ristilkrabbamein en þær sem hafa aldrei reykt.
Þó það sé í lagi að fá sér einn og einn kokteil er gáfulegt að drekka ekki mikið. Fólk sem drekkur meira en 3 drykki á dag er 50% líklegra til að fá ristilkrabbamein. Ef þú drekkur einn til tvo drykki á dag ertu 20% líklegri til að fá ristilkrabbamein. Þetta kemur fram í franskri rannsókn.
Sjá einnig: Ristilspeglun – hvaða gagn er að henni og hvernig er hún framkvæmd?
Fáðu nægan svefn
Of lítill svefn hefur verið tengdur mörgum heilsubrestum. Þar má nefna of háan blóðþrýsting, hjartaáfall, ofþyngd, sykursýki 2 og ristilkrabbamein. Fólk sem sefur minna en 6 klukkustundir á nóttu er 50% líklegra til að fá krabbameinsæxli í ristilinn en þeir sem fá 7 klukkustunda svefn eða meira. Æxli á ristli verður oftast til þegar sepi á ristlinum breytist í krabbamein.
Þekktu fjölskyldusöguna þína
Ef foreldri, systkini eða barn þitt hefur fengið ristilkrabbamein fyrir sextugt, eða skyldmenni í annan ættlið hefur fengið ristilkrabbamein á hvaða aldri sem er, ættir þú að byrja að fara í ristilspeglun snemma. Fertugt gæti verið gott viðmið eða 10 árum yngri en fjölskyldumeðlimur/ir greindust fyrst.
Speglun ætti að fara fram á 5 ára fresti.
Heimildir: Yahoo Lifestyle