Jæja það hlaut að koma að þessu! Nefhár eru í tísku. Þau eru það mikið í tísku að fólk er farið að láta lengja þau þannig að þú getur jafnvel greitt þau aðeins til. Jahá, nú fer maðurinn sem fann upp nefháraklippurnar á hausinn! Ekki spurning.
Samkvæmt The Sun var Instagram notandinn gret_chen_chen fyrst að kynna þessi dýrðlegheit árið 2017 þegar hún setti gerviaugnhár í nefið á sér.
Það hefur samt sem áður tekið 2 ár fyrir þetta „trend“ að verða vinsælt.
Nú er allt að verða vitlaust á samfélagsmiðlum með myllumerkinu #nosehairextensions.
Kidda Svarfdal er ritstjóri og eigandi Hún.is en hún er frá Djúpavík á Ströndum. Hún fór á bát og snjósleða í skólann þegar hún var lítil og var í heimavist í Finnbogastaðaskóla. Hún hefur haft gaman að krossgátum og íslensku frá unga aldri og hefur skrifað ljóð, sögur, pistla og fleira. Ásamt því að skrifa á Hún.is er Kidda, ásamt fjölskyldu sinni, mikið í Djúpavík þar sem fjölskyldan er með ferðaþjónustu.