Fljótleg kjúklingasúpa

Á heimasíðunni Allskonar er að finna mjög margar góðar uppskriftir og við rákumst á þessa þarna inni.

Þessi kjúklingasúpa er afar matarmikil og í hana geturðu notað smjörbaunir, hvítar baunir, kjúklingabaunir eða pinto baunir. Það er lang þægilegast að nota niðursoðnar baunir, þær er hægt að fá í flestum matvöruverslunum og lífrænar baunir í heilsuvöruverslunum.

Kjúklingasúpa fyrir 4

  • 1 msk ólífuolía
  • 1 msk smjör
  • 1 laukur, fínsaxaður
  • 4 hvítlauksrif, marin
  • 2 gulrætur, fínsaxaðar
  • 450gr kjúklingakjöt, í bitum
  • 800ml vatn
  • 2 teningar grænmetiskraftur
  • 2 greinar rósmarín
  • 1 tsk timian, þurrkað
  • 1 lárviðarlauf
  • 6 meðalstórar kartöflur, flysjaðar og í bitum
  • 1 msk hveiti
  • 500ml mjólk
  • 3 msk rjómaostur
  • 1 dós baunir að eigin vali
  • 100gr hvítkál, fínsneitt
  • salt og pipar
  • söxuð steinselja

Undirbúningur: 10 mínútur

Eldunartími:  40 mínútur

Hitaðu olíuna og smjörið saman í stórum potti. Steiktu laukinn í 5-6 mínútur eða þar til hann er mjúkur og gulllinn. Bættu þá við hvítlauknum og gulrótunum og steiktu í 1-2 mínútur í viðbót. Settu nú kjúklinginn í bitum út í og steiktu þar til hann er brúnaður á öllum hliðum.

Helltu nú vatninu út í og láttu soðteningana saman við ásamt rósmaríni, timian, lárviðarlaufi og kartöflubitunum. Láttu suðuna koma upp og lækkaðu þá undir pottinum og láttu malla við vægan hita í 25-30 mínútur, eða þar til kartöflurnar eru mjúkar og ilmurinn af kryddjurtunum verður ómótstæðilegur.

Hrærðu hveitinu út í mjólkina.

Helltu mjólkinni með hveitinu út í súpuna og settu rjómaostinn, hvítkálið og baunirnar út í. Hækkaðu hitann örlítið undir pottinum og láttu malla í 2-3 mínútur. Smakkaðu vel til með salti og pipar.

Stráðu saxaðri steinselju yfir.

Endilega smellið einu like-i á

SHARE