Ellen var misnotuð af stjúpföður sínum

Ellen DeGeneres (61) segir í fyrsta skipti frá hræðilegum hluta lífs síns í Netflix seríunni My Next Guest Needs No Introduction With David Letterman. Ellen var misnotuð að eiginmanni móður sinnar sem Ellen segir að hafi verið mjög vondur maður. Misnotkunin átti sér stað þegar Ellen var unglingur. 

Sjá einnig: Þykist vera að bjarga börnum frá misnotkun

Á þeim tíma greindist Betty, móðir Ellen, með brjóstakrabbamein og varð að láta fjarlægja annað brjóst sitt. Það notaði eiginmaður hennar sem ástæðu fyrir káfi hans:

Þegar mamma var fjarverandi sagði hann mér að hann hefði fundið einhvern hnúð í brjósti mömmu. Hann þyrfti því að fá að þreifa á mínum brjóstum til að bera það saman við brjóst móður minnar. Hann sagðist ekki vilja segja neitt um hnúðinn við mömmu fyrr en hann væri viss um að þetta væri eitthvað óeðlilegt.

Ellen segir að hafa hún hafi ekki vitað betur um líkama sinn og þess vegna leyft honum að þreifa á brjóstum hennar. En hann vildi gera það aftur og aftur.

Með tímanum varð misnotkunin alvarlegri:

Í eitt skipti reyndi hann að brjótast inn til mín, en ég sparkaði gluggann úr herberginu mínu og hljóp í burtu. Ég sagði mömmu aldrei neitt af því mig langaði ekki að eyðileggja hennar hamingju,

segir Ellen og bætir við að hún hafi alltaf haldið góðu sambandi við mömmu sína en hefði viljað að hún hefði ekki verið að halda þessu frá henni. Hún sagði þó móður sinni frá þessu á endanum en mamma hennar var með manninum í 18 ár í viðbót. Á endanum fór hún svo frá manninum því hann var alltaf að breyta sinni frásögn af atvikunum.

Sjá einnig: Adam Levine eins og ofdekraður krakki

Ellen sagði að eina ástæðan fyrir því að hún væri að segja frá þessu væri til að hvetja fórnarlömb til að segja frá líka.

Við konur finnst við ekki alltaf vera þess verðugar að skipta máli, eða erum hræddar við að tjá okkur og segja nei. Ég reiðist þegar ég sé fórnarlömb segja frá og þeim er ekki trúað. Ég kann alveg að meta karlmenn en þeir komast upp með svo margt.

SHARE