Ef þú sefur í minna en 7 tíma gerist þetta:

Flestir fullorðnir einstaklingar fá of lítinn svefn. Það hefur alvarlegar afleiðingar fyrir heila þinn og líkama að sofa of lítið.

Fólk gerir sér grein fyrir hvað skortur á svefni getur gert þeim, en gerir ekkert í því. Þau „láta undan“ annríki sínu og það skaðar heilsu þeirra.

Hér eru 30 afleiðingar þess að fá ekki 7- 9 klukkustunda svefn á sólarhring:

1. Eykur líkur á krabbameini

Krabbamein í ristli og brjóstum má oft rekja til svefnleysis hjá fullorðnum.

2. Húðvandamál

Húðin eldist hraðar ef þú sefur ekki nóg og húðin er lengur að jafna eftir til dæmis sár, útbrot og fleira.

3. Hvatvísi

Skortur á svefni hægir á hugsun og gerir mann hvatvísan sem getur leitt til þyngdaraukningar og rangra ákvarðanna.

4. Einmanaleiki

Einmanaleiki og svefnskortur eru vítahringur því þeir vinna saman á slæman hátt.

5. Skammtímaminni versnar

Skortur á svefni dregur úr viðbragðsflýti og minnkar skammtímaminni. Börn sem fá ekki nægan svefn eiga erfitt með að muna orð og læra nýja hluti.

6. Langtímaminni versnar

Ef þú sefur of lítið í langan tíma getur það valdið breytingum í heila, sem hafa svo áhrif á langtímaminni.

Sjá einnig: Svefnleysi

7. Getur valdið Alzheimer

Ákveðið prótein í heilanum hreinsast bara í svefni. Ef svefn er ekki nægur getur þetta valdið minnisleysis sem leiðir til alvarlegri sjúkdóma eins og heilabilun og Alzheimer.

8. Auknar líkur á hjartasjúkdómum

Blóðþrýstingur á það til að sveiflast þegar líkaminn fær ekki nægan svefn. Of miklar sveiflur geta valdið hjartaáföllum í versta falli.

9. Pirringur

Það þekkja það margir að vera pirraðir að litlu tilefni, eftir svefnlitla nótt.

10. Sjóntruflanir

Svefnleysi getur í sumum tilfellum valdið skertri sjón, ofskynjunum og sviða í augum.

11. Minni viðbragðsflýtir

Ef manneskja fær ekki nægan svefn getur það leitt til minni viðbragðsflýti, sem leiðir til þess að slæmar ákarðanir eru teknar.

12. Þú verður klunnalegri 

Þar sem viðbragðsflýtirinn verður minni, verður maður klunnalegri. Þar af leiðandi verður erfiðara að leysa, fullkomlega, lítil og einföld verk.

Sjá einnig: Ertu þreytt?

13. Lélegt ónæmiskerfi

Ónæmiskerfið þarf á því að halda að líkaminn hvílist. Ef hann hvílist ekki nóg er hann móttækilegri fyrir sýkingum.

14. Oftar með kvef

Svefnskortur verður til þess að líkaminn berst ekki jafn vel á móti kvefpestum.

15. Lítil kyngeta

Það, að sofa ekki nóg, gerir það að verkum að kynhvöt minnkar. Það gerist því testósteron framleiðslan er í gangi á meðan sofið er og birgðirnar eyðast á meðan manneskjan vakir.

16. Kvíði og þunglyndi

Kvíði, þunglyndi og almenn óhamingja eru merki um að líkami þinn sé ekki að fá þá hvíld sem hann þarf. Góður svefn hjálpar þér að takast á við „vandamál hugans“

17. Sykursýki 2

Hættan á því að líkaminn hafni insúlíni eykst með minni svefni. Hefur einnig áhrif á efnaskiptin svo þá aukast líkur á að fólk fái sykursýki 2, jafnvel þó fólk sé ekki í ofþyngd.

18. Lélegir stjórnunarhættir

Of lítill svefn veldur því að maður tekur slæmar ákvarðanir sem leiða svo til fjárhagslegra erfiðleika og erfiðleika í starfi.

 Sjá einnig: 9 ráð til að bæta svefninn þinn

19. Minni athygli 

Þreytt fólk á erfiðara með að halda einbeitingu til lengri tíma og verður mjög auðveldlega afvegaleitt.

20. Erfiðleikar í samskiptum 

Svefnleysi gerir erfiðara fyrir manneskju að fylgjast með og það verður þar af leiðandi erfiðara að tjá sig.

21. Umferðarslys

Það hefur sýnt sig að fólk sem keyrir mjög þreytt veldur fleiri umferðarslysum en fólk sem er úthvílt. Þetta er svipað og að keyra fullur.

22. Tíðari þvaglát

Líkaminn hægir á sér þegar manneskjan sefur. Ef maður sefur ekki nóg raskast þetta jafnvægi og maður fer að pissa meira.

23. Skemmdir í vöðvum taka lengri tíma til að gróa

Hvíld er eina leiðin til að laga allar skemmda vöðva. Álagsmeiðsl verða því mun lengur að jafna sig ef manneskjan hvílist ekki.

24. Langvarandi verkir aukast 

Þetta er algjör vítahringur. Verkir valda truflun á svefni og truflun á svefni viðheldur verkjum.

25. Vandamál í meltingarfærum 

Skortur á svefni getur valdið meltingartruflunum og veseni á hægðum. Það leiðir svo til alvarlegri sjúkdóma eins og magasárs og bólgusjúkdóma í þörmum.

Sjá einnig: 13 ráð til að sofa betur

26. Höfuðverkir 
Þú getur farið að vakna um miðja nótt með höfuðverk. Mígreni er einmitt þekktur fylgifiskur svefnskorts og óreglulegs svefns. 
27. Bólgur byrja að myndast

Þegar frumur og vefir líkamans fá ekki næga hvíld getur það komið bólgum af stað. Bólgurnar geta svo þróast lengra og valdið vandamálum eins og astma, liðagigt, hjartasjúkdómum og fleira.

28. Hrotur og kæfisvefn

Vandamál eins of hrotur og kæfisvefn sem koma í kjölfar of lítils svefns, getur stundum valdið hjartastoppi ef ekki er leitað til læknis.

29. Erfðabreytingar

Rannsóknir hafa sýnt að fólk sem fær ekki nægan svefn verða fyrir erfðabreytingum og bregðast hægar við atvikum.

30. Styttra líf

Það, að sofa ekki vel, veldur allskonar vandamálum. Það getur þó einnig haft í för með sér að manneskja deyi snemma af því frumurnar í líkamanum ná ekki að endurnýja sig sem skyldi.

 

Það má draga þá ályktun frá þessum atriðum að svefninn skipti höfuðmáli þegar kemur að heilsu fólks. Það ættu allir að sofa í 7-9 klukkutíma á sólarhring. Þá muntu eiga lengra og betra líf.

Heimildir: Womandailymagazine.com

SHARE