Illkynja krabbamein partur af tilverunni

Eins og þeir lesendur sem lesa pistlana mína vita þá greindist maðurinn minn í fjórða sinn með illkynja krabbamein fyrir 2 árum  í lungum og hálsi á 4 stigi sem þýðir ólæknanlegt og dreifing.

Þetta var okkur mikið áfall enda hann búin að vera krabbalaus í 5 ár og að losna úr eftirliti hjá Doktor Krabba.

Sjá meira: Lífið er svo óvænt og ófyrirséð

þessi tvö ár hafa verið okkur erfið en líka þroskað okkur á þann hátt að njóta og lifa, svo þau hafa líka verið skemmtileg.

Undanfarið hefur  mikið verið um það í fjölmiðlum að ungt fólk sé látið eftir  harða barráttu við sitt illkynja mein og óneitanlega kemur það við okkur.

Ég upplifi samúð með aðstandendum þessara einstaklinga og sorg yfir þeirra göngu og þeim sára missi sem á sér stað og á sama tíma óttast ég að vera í þessum sporum.

Ég get bara ekki leyft mér að hugsa til þess að krabbameinið sigri, nei það er of skelfileg hugsun.

Á þessum tveimur árum er minn búin að vera í erfiðri lyfjagjöf og þrátt fyrir hana óx nýtt risa æxli í lærinu á honum sem var skorið burtu en setti að sjálfsögðu læknana og okkur á hliðina. Æxli sem vex og dafnar þrátt fyrir sterka krabbameinsmeðferð það var bara ógnvekjandi.

Sjá meira: Dómsdagur

Það tókst að skera það æxli burtu enda erum við svo lánsöm að þeir læknar sem koma að okkur eru einstaklega frábærir.

En það varð að finna út ástæðuna fyrir því að nýtt æxli óx í miðri meðferð og send voru sýni erlendis og leitað og leitað  og leitað…. og það fannst ástæða!

Mjög ógnvænleg ástæða hann er með sérlega sjaldgæft heilkenni sem veldur því að hans líkami hefur ekki æxlishemjandi eiginleika eins og við hin höfum og þess vegna poppar upp nýtt og nýtt mein og mun halda áfram að poppa upp alltaf.

Hann getur varið sig með því að forðast efni sem auka líkur á krabbameini eins og tóbaksreyk og fleira en svo kom annað sjokk. Þetta heilkenni er arfgengt og 50 % líkur á að börninn okkar hafi erft það frá honum. Þau í sýnatöku og við tóku 3 vikur sem voru okkur hjónum óbærilegar, niðurstaðan kom og þau eru EKKI með þetta heilkenni! TAKK

Lífið er eins og það er og einhver svona aukaverkefni eins og veikindi á mér og almennir erfiðleikar til að tækla en við höfum haft fókusin á að lifa og njóta, upplifa og vera.

Við ákváðum að endurnýja heitin í febrúar og áttum dásamlegan dag með börnum, fjölskyldu og vinum. Athöfnin var í kirkju og brúðkaup nr 2 tekið með stæl, vinkona mín er prestur og það gerði athöfnina innilegri. Frábær dagur og við sem afþökkuðum gjafir fengum endalausar gjafir í formi upplifanna sem er ómetanlegt enda er það að lifa á meðan lífið varir aðalmálið.

Í dag gengur vel, nýju lyfin sem hann var settur halda þessu í skefjun en hafa áhrif á önnur líffæri en við tæklum þetta í sameiningu og með okkar börnum og frábæra samferðarfólki.

Ég votta þeim sem misst hafa ástvin sinn samúð mína á sama tíma og ég dáist að því hvað fólk er ótrúlega gott í þjóðfélaginu okkar.

Ég ætla að halda áfram að lifa og njóta með mínum manni enda létum við skrifa á nýju giftingahringana okkar;

NÝTT UPPHAF 

 

 

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here