Hún Björk skólastjóri í Brúarskóla var leiðsagnakennari minn í vettvangsnáminu þar og þá kynntist ég bæði starfi skólans og þessum líka kvennskörungi sem hún Björk er.
Hún gaf mér leyfi til að birta þessa dásamlegu uppskrift sem hún deildi á facebook en ég fékk vatn í munninn við að skoða uppskriftina.
Uppskrift:
3 Hvítlauksrif
1 laukur
1 paprika
400 gr hakk
150 ml Rjómi
1 msk rjómaost
Spínat
Kotasæla
Rifin ostur
Parmesan ostur
Aðferð:
Grænmeti skorið og steikt í avacado olíu.
3 tómatar skornir i bita og settir á pönnuna
Leyfa þessu að malla saman smá stund. Krydda eftir smekk, ég notaði salt,pipar og oregano.
Setja þá rjóma út á ca. 150 ml.
1 msk rjómaost og smá rifinn ost. Allt mallað vel saman.
Meðan steikja 400 gr. hakk á pönnu. Mauka allt grænmetið og ostinn með töfrasprota og hella því út á hakkið.
Setjið 1/2 pk spinat á botninn á eldföstu móti, hellið helmingnum af hakkblöndunni yfir, setjið því næst 1/2 ds. Af kotasælu út á hakkið. Þvi næst rest af spínati, svo kotasælu og rest af hakkblöndunni.Setja svo parnesan og rifinn ost yfir allt og inn i ofn.
Sjá Meira: Dýrindis hakkréttur
Geggjað gott lasagna.Borðað með góðu salati.
Takk kæra Björk og ég hvet ykkur lesendur góðir ef þið lumið á góðri uppskrift að senda mér hana svo fleiri geti notið.
Kristín fæddist á nunnuspítala og var skírð á flugvelli í henni Ameríku.
Hún er gift og á þrjú börn og eitt barnabarn. Hún hefur að mestum hlut unnið við að efla fólk og hefur menntað sig á því sviði. Ásamt því að skrifa á hun.is vinnur hún sjálfstætt sem meðferðaraðili.
Elskar að lesa, skrifa og mála en útivist og andleg málefni heilla hana.
Hún skrifar út frá eigin reynslu, faglegu nótunum og kaldhæðnislega um upplifun sína af breytingarskeiði miðaldra kvenna. Með hækkandi aldri hefur hún lært að létta sér lífið sem húsmóðir og gera mat á einfaldan hátt en alveg afbragðsgóðan svo frá henni má sjá uppskriftir að ýmsu góðgæti.
Hennar mottó er jákvæðni út í kosmósið því hún hefur lært af lífinu að jákvæðni kemur manni ansi langt!