Kaffikaka

150 gr smjör, mjúkt
500 gr sykur
2 egg
1 tsk vanilludropar
1/2 tsk salt
220 gr hveiti
70 gr kakóduft
1 tsk lyftiduft
1 tsk matarsódi
3 dl sterkt kaffi

Súkkulaðihjúpur

1 plata siríus konsúm
3 msk rjómi

Undirbúningstími: 10 mínútur

Bökunartími: 45 mínútur

Kæling: 20 mínútur

Hitaðu ofninn í 180°.

Smyrðu 23 cm form að innan , leggðu bökunarpappír í botninn og smyrðu hann svo líka. Dreifðu hveiti jafnt um allt formið að innan.

Settu mjúkt smjörið í skál ásamt sykri og blandaðu vel saman þar til mjúkt. Bættu þá við eggjunum, einu í einu og blandaðu í 1 mínútu eða þar til deigið er mjúkt og sykurinn er byrjaður að leysast upp. Blandaðu nú vanilludropunum og saltinu saman við.

Sigtaðu hveitið, kakóið, lyftiduft og bökunarsóda út í skálina og blandaðu varlega. Helltu nú kaffinu út í blönduna og hrærðu þar til deigið er mjúkt og kekkjalaust.

Helltu deiginu í formið og settu í ofninn. Bakaðu í 40 mínútur eða þar til tilbúið. Láttu kólna á grind í 20 mínútur áður en þú tekur úr forminu.

Bræddu súkkulaði í vatnsbaði á meðan kakan kólnar. Þegar það er bráðið hrærirðu rjómanum samanvið og hellir yfir kökuna þegar þú ert búin/n að taka hana úr forminu.

Berðu fram með ferskum ávöxtum og þeyttum rjóma eða grískri jógúrt.

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here