6 atriði sem þú vilt EKKI deila með kærastanum

Það ættu alltaf að vera mörk í samböndum. Hvort sem þér líkar það betur eða verr verður þú það virða mörk maka þíns og hann verður að virða þín. Það er aldrei gott að vera með leyndarmál í samböndum en það eru samt nokkrir hlutir sem þú ættir ekki að deila með honum.

1.

Leyndarmálum vinkonu þinnar

Þetta er nokkuð augljóst. Vinkona þín deilir einhverju með þér í trúnaði og það verður að vera ykkar á milli. Þú hefur örugglega deilt einhverju með henni sem þú ætlast til að fari ekki lengra. Karlmönnum finnst ekki gaman að slúðri og ef þú ert að tala um kærasta vinkonu þinnar, sem þinn maður umgengst reglulega, viltu ekki að hann missi eitthvað útúr sér.

 

2.

Tannburstanum þínum 

Já við vitum að þið kyssist og drekkið reglulegar úr sama glasi. En við lifum í nútíma þjóðfélagi og hreinlæti er eitthvað sem við getum öll tileinkað okkur. Tannbursti kostar nokkur hundruð krónur svo þú ættir að kaupa þér einn slíkan.

3.

Leyniorðunum þínum 

 Það algjörlega bannað að deila lykilorðum með maka sínum, nema ef þið eruð með sameiginlegt netfang eða þið séuð gift eða búin að vera saman í fjölda ára. Ef þú lætur hann fá lykilorðin þín hvetur það hann jafnvel til að fara að „tékka á þér“. Það veldur bara vantrausti og óöryggi. Það er ekki gott í heilbrigðu sambandi. Plús það, að hann gæti komist að því að þú ætlir að halda óvænt teiti fyrir hann. 

4.

Að þér líki ekki við foreldra hans

Það verða alltaf til tilfelli þar sem fólk getur ekki látið sér lynda við tengdaforeldra sína. Það þýðir samt ekki að þú eigir að gefa manninum upp 500 atriða lista yfir það sem þú þolir ekki við tengdó, eftir hvert skipti sem þið hittið þau. Honum kann að líða eins og hann sé á milli steins og sleggju og hann þurfi að velja þig eða foreldrana. Ef samskiptin milli tengdó og þín verða það slæm, segðu honum frá því og leyfðu honum að melta þetta. Reyndu líka að bíta í tunguna á þér og segja ekki allt sem þú hugsar um þau.   

5.

Óöryggi þínu

Ef þér finnst læri þín of breið, hárið of krullað eða tennurnar skakkar, reyndu að tala ekki um það á 3-4 klukkutíma fresti. Karlmenn verða þreyttir á því að heyra alltaf um hvað „líkami okkar er hræðilegur“. Honum finnst þú falleg! Hann er kærastinn þinn. Ef hann vill þig þá ættir þú að taka sjálfa þig í sátt. Svo ertu líka að draga athyglina að „göllum“ þínum ef þú ert alltaf að tala um þá. 

 

 

6.

Fortíð þinni…. í smáatriðum

Ekki ljúga um fortíð þína ef þú ert í heiðarlegu sambandi. Þú ættir líka að forðast það að segja kærastanum hversu oft á dag þú kysstir fyrrverandi  eða að gefa honum smáatriði um samskipti þín við hann. Ekki segja honum frá því hvernig þú komst fram við fyrrverandi eftir að þið hættuð saman. Körlum finnst það alls ekki sniðugt. 

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here