Nú eru allir að tala um plast. Plast plast plast og aftur plast. Það er erfitt fyrir mann að vita hvað er hægt að nota í staðinn fyrir sumt plast sem við notum alla daga í leik og starfi.
Það er samt alveg möguleiki að minnka notkunina á plasti, maður þarf bara að læra af öðrum, lesa sér til og taka lítil skref í einu.
Hér eru nokkar frábærar hugmyndur um hvernig þú getur minnkað notkunina á plasti í dagsins önn:
1. Ekki fara út úr húsi nema þú sért viðbúin/n öllu
Þetta getur þýtt að vera með margnota álflösku til að drekka úr og margnota poka. Þú getur reynt að forðast að kaupa drykki í plastumbúðum og þannig, sparað þér peninga að auki. Pokann geturðu svo tekið ef ske kynni að þú kæmir við matvöruverslun á leiðinni heim. Ef þú drekkur te eða kaffi er gott að vera með margnota kaffimál í töskunni líka.
2. Glerflöskur í staðinn fyrir plastflöskur.
Það er alltof mikið af plasti í umferð í heiminum og mikið af því er utan um drykki eins og vatn, gos og djús. Margar flöskur eru endurunnar og endurnýttar, en það er bara alls ekki nóg. Plast flöskur eru úr vafasömu efni sem leysist upp með tímanum í drykkinn. Þar sem við búum við þann munað að geta drukkið vatnið úr krönunum okkar, ættum við bara að fylla á margnota flöskurnar okkar og drekka úr þeim.
Sjá einnig: 28 leiðir til að endurnýta hlutir sem þú átt á heimilinu
3. Skiptu út einnota vörum fyrir margnota vörur
Íhugaðu daglegar venjur þínar: Hversu oft notarðu einnota vörur úr plasti? Byrjaðu á því að hætta að nota vatnsflöskur, kaffibolla og plastpoka úr plasti og fikraðu þig yfir í að sneiða fram hjá sogrörum, eyrnapinnum og tannburstum úr plasti.
4. Veldu umbúðir sem eru ekki úr plasti
Þegar við förum að versla er yfirleitt mikið vöruúrval og oftar en ekki erum við að horfa á verð vörunnar. Ef þú vilt forðast plast verðurðu samt að vanda málið. Vörur sem eru ekki í plasti eru jú oftar en ekki dýrari en oft eru þær betri og hollari en þær í plastinu.
Hér eru nokkur ráð við val á umbúðum.
- Tómatsósu, sinnep, olíu og edik fá fá í gleri, krukku eða flösku.
- Bréfþurrkur er hægt að fá í pappírsumbúðum.
- Ef þú kaupir ost í ostabúð er oftast hægt að fá það í pappaumbúðum frekar en plasti eins og í matvörubúðum.
- Brauð er hægt að fá beint úr bakaríinu í bréfpoka
Sjá einnig: 8 leiðir til að endurnýta kaffikorg
5. Notið glerkrukkur til að frysta mat
Það, að frysta mat, er ein besta aðferðin til að varðveita vítamín og önnur innihaldsefni úr ávöxtum og grænmeti. Því miður notum við mjög mikið plastumbúðir til að frysta mat en getum vel notað glerkrukkur til að frysta matvöru. Eina sem þú verður að passa er að hafa ekki of mikið magn í krukkunni þegar þú setur hana í frost.
6. Gerðu þín eigin hreinsiefni og snyrtivörur
Mikið af plasti sem fer í ruslið á heimilum er undan hreinsiefnum og snyrtivörum. Þar má til dæmis nefna hársápu, handsápu, tannkrem, uppþvottalög og fleira.
Þú þarft að eiga til dæmis matarsóda, edik, olíur, salt, sítrus og ilmkjarnaolíur til að geta búið til margt af þessu heima fyrir.
- Heimagerður svitalyktareyðir
- Þrífðu örbylgjuofninn án efna
- DIY: Gerðu þína eigin handsápu
- DIY: Gerðu þína eigin hreinsiklúta
- DIY: Gerðu þínar eigin baðbombur
Heimildir: smarticular.net
Kidda Svarfdal er ritstjóri og eigandi Hún.is en hún er frá Djúpavík á Ströndum. Hún fór á bát og snjósleða í skólann þegar hún var lítil og var í heimavist í Finnbogastaðaskóla. Hún hefur haft gaman að krossgátum og íslensku frá unga aldri og hefur skrifað ljóð, sögur, pistla og fleira. Ásamt því að skrifa á Hún.is er Kidda, ásamt fjölskyldu sinni, mikið í Djúpavík þar sem fjölskyldan er með ferðaþjónustu.