Finnst þér þú verða að gera öll heimilisverkin heima fyrir á meðan eiginmaðurinn/kærastinn liggur í sófanum? Ef maður þinn er svokölluð „sófakartafla“ ættirðu að lesa þessi 8 ráð:
1.
Þiggðu þá hjálp sem hann býður þér, þó þú þurfir hana ekki
Það má vera að þú þurfir að „tuða“ í honum margoft til að hann geri ákveðna hluti fyrir þig, en ef hann býður þér aðstoð við eitthvað sem þig vantar ekki endilega hjálp við, þiggðu hjálpina. Láttu hann vita eftir á, hversu mikið þú kunnir að meta hjálpina sem hann veitti þér.
2.
Sættu þig við að eiginmaður þinn mun aldrei hugsa alveg eins og þú
Þó þið séuð sammála um margt, er langt í það að þið verðið sammála um hvernig á þrífa baðhergið. Þegar hann vill hjálpa til á heimilinu eða bara eitthvað sem þú biður hann um, ekki verða pirruð ef það er ekki eins gert og ef þú hefðir gert það. Vertu ánægð með að hann vilji hjálpa til eða slepptu því að biðja hann um það.
3.
Ekki láta eins og þú sért „stjórinn“ á heimilinu
Karlmenn vilja ekki taka við endalausum fyrirmælum. Flestir vilja þeir gera hlutina á sínum tíma og sínu frumkvæði og vilja ekki hafa á tilfinningunni að þeir búi enn í foreldrahúsum. Sýndu honum kærleika og biddu um það sem þú vilt á góðan hátt, eða gerðu lista sem hann getur leyst af hendi þegar hann hefur tíma.
4.
Ekki fara yfir það sem hann gerði og „laga það“
Eitt af því sem er mikilvægt þegar þér finnst maðurinn þinn vera latur, er að vera sátt. Þér kann að finnast hann ekki hafa vaskað nógu vel upp, en ekki fara og þvo BETUR upp eftir hann. Það er eitt að finnast hann geta gert þetta betur en ef þú verð að „endurgera“ það sem hann var að ljúka við, er ekki beint hvetjandi fyrir hann.
5.
Náðu honum í góðu skapi
Það eiga allir sín augnablik og eiginmaður þinn gæti verið ánægðari með það sem þú biður hann um, ef hann er í góðu skapi. Ef hann er í vondu skapi getur þetta bara verið olía á eldinn.
6.
Vertu þolinmóð
Að missa þolinmæðina mun ekki gera manninn þinn minna latan. Meira að segja getur það virkað þveröfugt og látið hann verða latari en vanalega. Andaðu djúpt og labbaðu í burtu ef þú heldur að þú sért að missa það. Hann gæti skilið að hann hafi farið yfir strikið og jafnvel komið og aðstoðað þig.
7.
Sýndu honum þakklæti
Það þurfa allir hrós. Mismikið, en það vilja flestir vera metnir að verðleikum. Sumir vilja vera baðaðir í hrósi en aðrir sætta sig við minna. Láttu hann vita að þú kunnir að meta hann og það sem hann gerir.
8.
Ekki garga á hann
Öskur fá marga eiginmenn til að loka á allt sem verið er að segja. Það sem meira er, margir myndu bara yfirgefa herbergið. Talaðu venjulega við hann ekki öskra! Mundu að þú elskar þennan mann, þó hann sé, í augnablikinu, algjör haugur.
Heimildir: allwomenstalk.com