Kim Kardashian hefur loksins fengið að vita hvaða veikindi hún á við að stríða. Hún fór á dögunum í sónar á höndum sínum til að sjá hvort hún væri með „rauða hunda“. Hún hafði farið til læknis eftir að hafa verið með mikla verki í liðum í nokkrar vikur. Tekið var úr henni blóð og var hún eftir það greind með rauða hunda. Það kom semsé í ljós að hún var ekki með rauða hunda heldur með sóragigt (psoriatric arthritis).
Kim var mjög létt að vita að hún væri ekki með rauða hunda heldur sóragigt. „Mér er svo létt. Sársaukinn kemur og fer, en ég ræð við það og læt það ekki stoppa mig,“ sagði hún.
Kidda Svarfdal er ritstjóri og eigandi Hún.is en hún er frá Djúpavík á Ströndum. Hún fór á bát og snjósleða í skólann þegar hún var lítil og var í heimavist í Finnbogastaðaskóla. Hún hefur haft gaman að krossgátum og íslensku frá unga aldri og hefur skrifað ljóð, sögur, pistla og fleira. Ásamt því að skrifa á Hún.is er Kidda, ásamt fjölskyldu sinni, mikið í Djúpavík þar sem fjölskyldan er með ferðaþjónustu.