Margir eru með svona helluborð á heimilinu. Það kannast vafalaust margir við að vera í vandræðum með að ná borðinu almennilega hreinu eftir að soðið hefur uppúr nokkrum sinnum. Það situr oft eitthvað eftir sem er erfitt að ná í burtu.
Það er best að þurrka alltaf af helluborðinu eftir hverja notkun. Það kemur í veg fyrir að óhreinindin safnist upp.
Hér er uppskrift af náttúrulegri lausn sem virkar vel til að hreinsa keramikhelluborðið eftir hverja notkun.
Þú þarft:
- Úðabrúsa
- Edik
- Rakan míkrófíber klút
- Þurran míkrófíber klút
Aðferð:
- Leyfðu helluborðinu að kólna alveg. Flest helluborð sýna ljós á meðan einhver hiti er ennþá. Bíddu þangað til ljósið er farið.
- Fylltu úðabrúsann af ediki
- Sprautaðu ediki á helluborðið
- Þurrkaðu yfir með rakri tusku
- Pússaðu borðið með þurru tuskunni
Sjá einnig: Húsráð: Þrifið með stálull
Dýpri þrif á helluborðinu
Hér er lausn sem er góð þegar þú vilt ná einhverju pikkföstu af borðinu.
Þú þarft:
- Úðabrúsa
- Edik
- Matarsóda
- Gamalt handklæði, vætt með heitu vatni
- Rakan míkrófíber klút
- Þurran míkrófíber klút
- Rakvélablað eða málningarsköfu
Aðferð:
- Leyfðu helluborðinu að kólna alveg. Flest helluborð sýna ljós á meðan einhver hiti er ennþá. Bíddu þangað til ljósið er farið.
- Fylltu úðabrúsann af ediki.
- Spreyjaðu VEL af ediki á helluborðið.
- Stráðu matarsóda yfir edikið á borðinu.
- Vættu handklæðið með heitu vatni og leggðu það ofan á edik/matarsódablönduna ofan á helluborðinu.
- Leyfðu því að liggja á í 10-15 mínútur.
- Taktu handklæðið af og notaðu blautu míkrófíberklút til að þurrka matarsódablönduna af. Matarsódinn mun ekki rispa borðið.
- Þegar matarsódinn er farinn notarðu hnífinn/málningarsköfuna til að ná restinni af.
- Að lokum þurrkarðu svo yfir allt saman með þurra míkrófíberklútnum.
Heimildir: diynetwork.com
Kidda Svarfdal er ritstjóri og eigandi Hún.is en hún er frá Djúpavík á Ströndum. Hún fór á bát og snjósleða í skólann þegar hún var lítil og var í heimavist í Finnbogastaðaskóla. Hún hefur haft gaman að krossgátum og íslensku frá unga aldri og hefur skrifað ljóð, sögur, pistla og fleira. Ásamt því að skrifa á Hún.is er Kidda, ásamt fjölskyldu sinni, mikið í Djúpavík þar sem fjölskyldan er með ferðaþjónustu.