Á heimasíðu allskonar.is má finna gott safn af girnilegum uppskriftum.
Hér er ein sem hreyfði við bragðlaukunum í mér!
Uppskrift:
- 250 gr reyktur lax
- 170 gr rjómaostur
- 3 msk sýrður rjómi
- rifinn börkur af 1 sítrónu
- 1 msk capers, fínsaxað
- salt og pipar
- 2 greinar ferskt dill, fínsaxað
- 10 gr graslaukur, fínsaxaður
- 1/2 tsk cayennepipar
Undirbúningur: 20 mínútur
Fínsaxið laxinn og setjið í skál ásamt rjómaostinum, sýrða rjómanum, rifna sítrónuberkinum og fínsöxuðu capers. Blandið vel saman.
Smakkið til með salti og pipar.
Bætið dillinu, graslauknum og cayennpiparnum saman við og hrærið vel. Settu í fallegar skálar fyrir hvern og einn.
Berið fram með góðu brauði, bókhveitilummum eða spennandi hrökkkexi.
Sjá meira: kartoflugratin/
Ég myndi alveg þola að fá kalt hvítvín með þessu.
Kristín fæddist á nunnuspítala og var skírð á flugvelli í henni Ameríku.
Hún er gift og á þrjú börn og eitt barnabarn. Hún hefur að mestum hlut unnið við að efla fólk og hefur menntað sig á því sviði. Ásamt því að skrifa á hun.is vinnur hún sjálfstætt sem meðferðaraðili.
Elskar að lesa, skrifa og mála en útivist og andleg málefni heilla hana.
Hún skrifar út frá eigin reynslu, faglegu nótunum og kaldhæðnislega um upplifun sína af breytingarskeiði miðaldra kvenna. Með hækkandi aldri hefur hún lært að létta sér lífið sem húsmóðir og gera mat á einfaldan hátt en alveg afbragðsgóðan svo frá henni má sjá uppskriftir að ýmsu góðgæti.
Hennar mottó er jákvæðni út í kosmósið því hún hefur lært af lífinu að jákvæðni kemur manni ansi langt!