Börn í skotti bíls á Kringlumýrarbraut

Við fengum þessa mynd senda frá lesanda sem vill ekki láta nafn síns getið:

Ég var á leið út úr bænum í gær, föstudag, þegar ég þurfti að stoppa á ljósum á Kringlumýrarbraut. Fyrir framan mig er þessi glansandi fíni Land Cruiser jeppi sem er alveg stappaður af farangri. Allt í einu sé ég hreyfingu í skottinu og auðvitað var það fyrsta sem ég hugsaði að þarna væri hundur. Það var samt alls ekki svo því þarna var lítill drengur, inn á milli kassanna. Ég átti ekki orð, en allt í einu sá ég annan lítinn haus á stúlku kíkja út um afturrúðuna, hægra megin við drenginn. Ég ætlaði að ná mynd af þessu en stúlkan fór aftur niður og ég sá hana ekki meir.

Græna ljósið kom og við keyrðum af stað. Ég sá, þegar ég keyrði framhjá bílnum, að hann var fullur af fólki og farangri og ef mér skjátlast ekki, var þetta bílaleigubíll. Auðvitað hefði ég átt að hringja í lögregluna en mér datt það ekki í hug fyrr en eftir á.

Sjá einnig: Íslensk móðir kallar eftir hjálp!

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here