6 manna fjölskylda bjó við algjöra einangrun í 9 ár

Sex manna fjölskylda fannst á afskekktum sveitabæ í Hollandi þar sem þau höfðu verið í 9 ár í algjörri einangrun, samkvæmt fréttum CNN. Faðirinn og fimm börn hans, á aldrinum 18 – 25 ára hafa ekki farið út fyrir bóndabæinn þeirra í öll þessi ár.

Að sögn Daily Star voru þau í litlu herbergi á bakvið skáp að bíða þess að heimurinn myndi enda. Það sem varð til þess að þau komust út var að elsti sonur mannsins slapp út og bað um hjálp á litlum bar.

Chris Westerbeek var að vinna á barnum og talaði við manninn. Hann segir að hann hafi litið út fyrir að vera ringlaður, skítugur, með þykkt og sítt hár. Maðurinn á að hafa drukkið 5 bjóra og svo farið að segja frá.

Ekki er enn vitað hvort fjölskyldan hafi dvalið þarna af fúsum og frjálsum vilja, en einn 58 ára maður hefur verið handtekinn vegna aðildar að málinu. Þessi maður er ekki í fjölskyldunni en er kallaður Joseph B og er hann frá Austurríki.

SHARE