Súpubrauð frá Röggu

Þessi dásamlega uppskrift kemur frá henni Röggu mágkonu og er að finna í góðgerðarverkefninu Rögguréttir 2 Eldað af ást.

Uppskrift:

600 gr brauðhveiti

1 pk þurrger

2 tsk salt

500 ml volgt vatn

Olífur skornar í sneiðar ( má sleppa)

Maldon salt

Aðferð:

Öllu blandað saman í stóra skál, deigið a að vera frekar klístrað. Plast sett yfir og látið hefast í ísskáp í 8 klukkustundir eða yfir nótt.

Öllu hellt úr skálinni á bökunarpappísrklædda ofnplötu og mótað með olíubornum fingrum. Maldon salti stráð yfir og ballað við 200 gráður á blæstri.

Gott súpubrauð en hentar líka vel sem morgunverðabollur. Ef þú vilt ekki olífur þá er bara að nota hugmyndaflugið og prófa annað.

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here