Þessi dásamlega uppskrift kemur frá henni Röggu mágkonu og er að finna í góðgerðarverkefninu Rögguréttir 2 Eldað af ást.
Uppskrift:
600 gr brauðhveiti
1 pk þurrger
2 tsk salt
500 ml volgt vatn
Olífur skornar í sneiðar ( má sleppa)
Maldon salt
Aðferð:
Öllu blandað saman í stóra skál, deigið a að vera frekar klístrað. Plast sett yfir og látið hefast í ísskáp í 8 klukkustundir eða yfir nótt.
Öllu hellt úr skálinni á bökunarpappísrklædda ofnplötu og mótað með olíubornum fingrum. Maldon salti stráð yfir og ballað við 200 gráður á blæstri.
Gott súpubrauð en hentar líka vel sem morgunverðabollur. Ef þú vilt ekki olífur þá er bara að nota hugmyndaflugið og prófa annað.
Kristín fæddist á nunnuspítala og var skírð á flugvelli í henni Ameríku.
Hún er gift og á þrjú börn og eitt barnabarn. Hún hefur að mestum hlut unnið við að efla fólk og hefur menntað sig á því sviði. Ásamt því að skrifa á hun.is vinnur hún sjálfstætt sem meðferðaraðili.
Elskar að lesa, skrifa og mála en útivist og andleg málefni heilla hana.
Hún skrifar út frá eigin reynslu, faglegu nótunum og kaldhæðnislega um upplifun sína af breytingarskeiði miðaldra kvenna. Með hækkandi aldri hefur hún lært að létta sér lífið sem húsmóðir og gera mat á einfaldan hátt en alveg afbragðsgóðan svo frá henni má sjá uppskriftir að ýmsu góðgæti.
Hennar mottó er jákvæðni út í kosmósið því hún hefur lært af lífinu að jákvæðni kemur manni ansi langt!