Það vill engin kona rifna „þarna niðri“. Það er örugglega eitthvað sem þarf ekki að velta fyrir sér einu sinni. Það er miklu algengara en fólk heldur að konur rifni í leggöngum, það gerist ekki bara við fæðingu barns. Þetta getur gerst af nokkrum ástæðum og flestar eru þær ekki eitthvað stórmál.
Hvað veldur þessum rifum?
Stóru rifurnar eru oftast tengdar barnsfæðingu en það er algengt að fá litlar og frekar lítið sjáanlegar rifur í leggöng og/eða skapabarma, án þess að barn hafi verið að ferðast þarna. Það er mjög mikilvægt að nota sleipiefni ef þú finnur fyrir særindum í leggöngunum. Húðin við píkuna og inni í henni er mjög viðkvæm og ef það vantar rakann er mikið álag á húðinni sem verður til þess að húðin gefur sig. Að sama skapi ef þú ert að setja í þig túrtappa í mjög þurr leggöngin getur það valdið litlum rifum og einnig ef þú stundar sjálfsfróun án nægilegs sleipiefnis.
Sjá einnig: Nota roð til að búa til kynfæri á transkonu
Hvað getur þú gert?
Þetta lagast yfirleitt að sjálfu sér á nokkrum dögum, þar sem píkan læknar sig sjálf og þrífur sig sjálf. Þú þarft þó að gefa henni nokkurra daga pásu frá kynlífi. Haltu henni hreinni, bara með volgu vatni, ekki sápur eða nein ilmefni. Shohreh Beski er kvensjúkdómalæknir sem gaf Cosmopolitan sín ráð: „Það þarf að gera litlar breytingar. Skiptu um nærfatnað. Ekki vera í polyester – Bara í bómull. Þú verður að passa að þú sért ekki að svitna eða pirra húðina í kringum kynfærin.“
Í framhaldinu ættir þú að nota sleipiefni, sleipiefni, sleipiefni. Það er eiginlega ekki hægt að leggja meiri áherslu á það. Yfirleitt lagast allir „áverkar“ á kynfærum á nokkrum dögum, en ef þú ert að eiga við sama verkinn í um 3 mánuði ættir þú að kíkja til kvensjúkdómalæknis.
Heimildir: Cosmopolitan.com