7 leiðir til að takast á við „mömmusamviskubitið“

Það skiptir engu máli hversu glöð þú ert að hitta litla barnið þitt í fyrsta sinn, það er alltaf stór breyting að verða mamma. Þú þarft að læra að sjá um barnið þitt og ráða við breyttar svefnvenjur og svo eru ótal ábyrgðir sem koma með þessu hlutverki þínu. Þú efast örugglega oft um að þú sért að gera rétt. Góðu fréttirnar eru að það er eðlilegt. Þetta heitir á ensku „mom guilt“ eða „mömmusamviskubit“.

Stressið sem fylgir því að gera allt, eða gera ekki nóg getur haft áhrif á alla, hvort sem það er í annasömu frumkvöðlastarfi eða sem heimavinnandi foreldri. Ekki láta „mömmusamviskubitið“ fara með þig, gerðu frekar eitthvað uppbyggjandi fyrir sjálfa þig. Finndu hvað það er sem byggir þig upp og dekrar við þig. Hér eru nokkrar leiðir til að minnka „mömmusamviskubitið“ og hjálpa þér að líða sem allra best í nýju hlutverki.

1. Hvers konar samviskubitshugsanir eru þetta?

Meðal manneskja hugsar 12- 60 þúsund hugsanir á dag. Margar af þeim eru ómeðvitaðar, neikvæðar og endurteknar. Því uppteknari sem þú ert þeim min líklegra er að þú gerir þér enga grein fyrir því hvað þú ert í raun að hugsa. Þetta lætur þig vera með sektarkennd, áhyggjur og þunglyndi án þess að þú gerir þér grein fyrir því. Sérfræðingar um andlega heilsu nota tækni eins og hugræna atferlismeðferð til að hjálpa skjólstæðingum sínum að tengjast hugsunum sínum á dýpri máta. Með því að þekkja og takast á við hugsanir sínar og skipta þeim út fyrir jákvæðari hugsanir, geta nánast allir tekist á við skap sitt og framtíðarsýn.

Ef þú telur þig vera að hugsa neikvætt, náðu þér í penna og blað. Skrifaðu niður það sem þú ert að hugsa, til að mynda pirringinn út í þig sjálfa fyrir að gleyma að kaupa bleiur eða kvíðan fyrir því að fara aftur út á vinnumarkaðinn eftir fæðingarorlofið. Kannaðu hvaða tilfinningar það kveikir hjá þér. Er það depurð, ótti eða reiði? Svo skaltu skrifa niður jákvæðu hugsanirnar sem þú getur notað næst þegar þetta kemur fyrir, eins og: „Það geta allir gleymt einhverju í búðinni annað slagið. Ég bið eiginmanninn að grípa með bleiupakka á leiðinni heim og allt verður í fínu lagi.“ Eða: „Ég er að fara í vinnuna til að sjá fyrir okkur og eiga fyrir mat og fötum fyrir barnið mitt.“ Á endanum mun allt verða auðveldara.

2. Vandaðu valið á ráðleggingum frá öðrum

Manstu eftir öllum ráðunum sem þú fékkst þegar þú varst barnshafandi? Það endar ekki þar! Foreldrar þínir, tengdaforeldrar og jafnvel ókunnugir hafa eflaust eitthvað um þig sem foreldri að segja. Þegar einhver gagnrýnir þig er eðlilegt að upplifa kvíða og fara í vörn, sérstaklega þegar athugasemdirnar eru óumbeðnar og snúa að barni þínu. Í stað þess að láta „mömmusamviskubitið“ ná yfirhöndinni, skaltu muna að það eru margar leiðir til að ala upp börn og þú ert foreldri þíns barns og hefur lokaákvörðunarvaldið þegar kemur að þínu barni.

Taktu það sem þú vilt úr ráðleggingum frá öðrum. Ef þú getur það ekki, slepptu þá tökunum á þessu. Ef þú ert ekki viss um eitthvað, fáðu álit hjá öðrum, og jafnvel enn öðrum. Þú getur jafnvel fengið ráð frá barnalækni eða kvensjúkdómalækni ef vandamálið er af því meiði.

Sjá einnig: 6 leiðir til að sneiða hjá aukaefnum og borða hreina fæðu

3. Gerðu eitthvað gott fyrir sjálfa þig

Sem mæður er það innbyggt í okkur að vera eins mikið og við getum til staðar fyrir börnin okkar. Að annast barnið þitt allan sólarhringinn er göfugt átak en það er ekki alveg nóg. Að lokum þarftu hlé og þú, mamma, þarft ekki að hafa samviskubit vegna þess. Jafnvel þótt þú elskir að vera með syni þínum eða dóttur skaltu leitast við að eyða að minnsta kosti 30 mínútum ein á hverjum degi og fá 60 mínútna sjálfsdekur einu sinni í viku. Það kemur þér eflaust á óvart hversu mikla orku og þolinmæði þú færð fyrir vikið.

Eitt af því sem þú getur gert er að fara í hand- og fótsnyrtingu, fara í nudd eða bara fá þér kaffibolla með vini/vinkonu. Svo er sniðugt að fara í göngutúr, jóga, kíkja í búðir, fara í froðubað, hugleiða eða hlusta á uppáhaldstónlistina þína. Því meira sem þú verður „þú sjálf“ þeim mun betri mamma verður þú.

4. Talaðu við fagaðila

Stundum getur „mömmusamviskubitið“ verið yfirþyrmandi. Ef þú átt erfitt með að snúa aftur til vinnu, hitta vini eða sinna daglegum skyldum þínum, þá er góð hugmynd að ræða við fagaðila. Byrjaðu á því að heyra í ljósmóðurinni eða heimilislækni. Þeir geta hjálpað þér að ákvarða hvort þú ert of stressuð, sért með einkenni fæðingarþunglyndis eða hvort þú þurfir bara einhvern til að hlusta á þig.

Samtalsmeðferð einu sinni í viku getur gert kraftaverk og það er um að gera að athuga hvort það geri þér gott.

5. Taktu þér hvíld frá samfélagsmiðlum

Samstarf við aðrar mömmur á samfélagsmiðlum getur verið hvetjandi, skemmtilegt og upplífgandi. Það getur líka valdið því að þú ferð að bera þig saman við aðra. Mundu að færslur á samfélagsmiðlum eru sjaldnast raunhæf mynd af lífinu. Raunverulega lífið er ekki stutt myndband eða ljósmynd. Það er hrátt og krefjandi, sama hversu frábærar myndir þú setur á Facebook eða Instagram.

Ef þú stendur þig að því að skruna í gegnum myndir og óska þess að líf þitt væri öðruvísi skaltu leggja frá þér símann. Byrjaðu á því að nota eina klukkustund á dag, sem þú hefðir notað í samfélagsmiðla, í eitthvað allt annað. Ef þú færð löngunina í að kíkja á samfélagsmiðil skaltu frekar leika við barnið þitt, fá þér ferskt loft eða fara á rúntinn. Finndu það sem þú ert þakklát fyrir, eins og að eiga hamingjusama og heilbrigða fjölskyldu, þrátt fyrir að stofan sé í rúst eða ekki.

Sjá einnig: 5 leiðir til að vera jákvæð/ur

6. Gerðu þér lista yfir verkefnin þín

Þó allar mömmur þurfi að koma sjálfri sér í 1. sæti, þá getur yfirþyrmandi listi af ókláruðum verkefnum búið til mikla sektarkennd. Þegar skylduverkum þínum fjölgar, kíktu þá aðeins á forgangsröðunina. Ákveddu hvað ÞARF að gera í dag og settu það í efsta sæti. Næst á eftir koma verkefni sem þú VÆRIR TIL Í AÐ GERA, en allt í lagi að gerist ekki. Höfum það á hreinu að það sem þú VILT og það sem þú ÞARFNAST er ekki það sama.

Það er geggjað að haka verkefnin út af listanum og þér líður eins og þér sé að verða fullt úr verki.

7. Notaðu þér stuðning fjölskyldunnar

Það eru flestir hrifnir af litlum börnum, sérstaklega vinir þínir og fjölskylda. Þegar þau bjóða þér hjálp og stuðning, taktu við því. Leyfðu ömmu að passa barnið á meðan þú ferð í hádegismat við vinum/vinkonum. Leyfðu systur þinni að kaupa föt á barnið þitt á meðan þú ert í vinnunni. Það er gott fyrir barnið þitt að eiga gott samband við fjölskylduna.

Ef sambandið við fjölskylduna er gott kemur það sér vel þegar þú ferð að vilja fara í helgarferðir með maka eða í vinnuferðir út á land. Börnunum finnst þau örugg og finnst minna mál að vera án þín í smástund.

Heimildir: Womendailymagazine.com

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here