Fiskikökur fyrir 4

Þessi ótrúlega girnilega uppskrift kemur af vef http://allskonar.is

Uppskrift:

  • 600gr fiskur, roðlaus
  • 1 msk cuminduft
  • 1/2 tsk þurrkaðar chiliflögur
  • 1 msk börkur af sítrónu, rifinn
  • 2 hvítlauksrif
  • 1 msk harissa kryddmauk
  • 2 egg, slegin saman
  • smá sykur
  • örlítið af hveiti
  • 3 msk olía

Undirbúningur: 5 mínútur

Bið: 10 mínútur

Eldunartími: 5 mínútur

Settu fiskinn í matvinnsluvél með öllu öðru hráefni, nema hveiti og olíu. Blandaðu létt saman, bættu við salti og svörtum pipar eftir smekk. Passaðu að mauka þetta ekki um of, þú vilt bara rétt hakka fiskinn.

Stráðu smávegis hveiti í lófana og formaðu 4 stórar fiskikökur úr fiskblöndunni, settu á disk, stráðu aðeins meira hveiti yfir og settu í ísskáp í 10 mínútur.

Þegar er komið að því að steikja fiskinn þá hitarðu olíu á pönnu og steikir kökurnar í 4-5 mínútur á hvorri hlið, eða þar til brúnaðar. Taktu af pönnunni og láttu olíuna renna af á eldhúspappír.

Frábært með kúskús eða salati.

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here