Mel B hefur alltaf verið opin með það að hún er tvíkynhneigð. Hún talar um það í hlaðvarpi sínum, The Truth Flirts. Hún segir að það sé allt öðruvísi að vera með konu en karlmanni, þegar kemur að samböndum.
Í fimmta þætti hlaðvarpsins talar hún um 5 ára samband sitt með Cristine Crokos og segir að sambandið hafi verið „mjög fallegt“.
„Ég var í 5 ár með konu og þetta voru tilfinningaþrungin ár, en þau voru í raun mjög falleg líka. Við rifumst eiginlega aldrei því við hugsuðum alveg eins, vildum sömu hluti í lífinu. Það er mjög áhugavert að bera þetta sambandi saman við önnur sambönd sem ég hef verið í,“ sagði Mel B.
Sjá einnig: Mel B segist hafa stundað kynlíf með annarri Kryddstúlku
Þegar Mel talaði um fyrstu stefnumót viðurkennir hún að útlitið skipti máli, því það sé það fyrsta sem þú sérð. Hún segir einnig að hún velji frekar að horfa á lesbíuklám en klám með karli og konu.
„Mér finnst lesbíuklám vera ástríðufyllra. Það er ljúfara og mýkra,“ segir Mel B.
Mel B á þrjár dætur með þremur mönnum, Phoenix Chi Gulzar, Angel Murphy Brown og Madison Brown Belafonte.
Í öðrum þætti talaði Mel B um að hún væri hrædd við að fara aftur á stefnumót, eftir að hún skildi við sinn seinasta eiginmann, Stephen Belafonte. Hún sagði frá því í viðtali við The Inquisitr að Stephen hefði stjórnað henni í mörg ár og komið upp á milli Mel og fjölskyldu hennar.