Hún Berglind Ósk heldur úti vefsíðunni http://lifandilif.is og þar er bæði að finna flottan fróðeik sem snýr að heilsu og hollar uppskritir.
Kíkið á síðuna hennar.
Súkkulaðibitakökur eru alltaf dásamlegar með kaffinu. Þessi uppskrift gefur um 12 stk. hollar og góðar súkkulaðibitakökur sem gott er að grípa í með kaffibollanum. Þær eru glúteinfríar, trefjaríkar og nokkuð próteinríkar. Einnig innihalda þær töluvert af járni, magnesíumi, potassíumi og kalki.
Uppskrift:
12 stk. girnilegar súkkulaðibitakökur:
2 bollar möndlumjöl
1/2 bolli kókosmjöl
1 tsk. 100% kakó
1 tsk. lyftiduft
1/2 tsk. matarsódi
1/2 tsk. sjávarsalt
1 msk. vanilla extract
2 stk. egg
1/2 bolli hunang
2 msk. súkkulaðibitar/-spænir
1 tsk. spirulina-/chlorella- eða annað grænt duft (má sleppa)
- Stillið ofninn á 180ºC.
- Blandið saman í skál möndlumjöl, kókosmjöl, lyftiduft, matarsóda, salti og grænu dufti (ef notað).
- Í aðra skál, þeytið saman eggjum, vanillu og hunangi þangað til það er vel blandað saman og létt í sér. Blandið því þá saman við þurrblönduna og bætið við súkkulaðinu. Blandið öllu vel saman.
- Fletjið út bökunarpappír og notið matskeið til að búa til kökurnar. Þetta ættu að vera ca. 12 kökur.
- Bakið í ca. 15 mínútur eða þannig að kökurnar séu bakaðar í gegn.
Kristín fæddist á nunnuspítala og var skírð á flugvelli í henni Ameríku.
Hún er gift og á þrjú börn og eitt barnabarn. Hún hefur að mestum hlut unnið við að efla fólk og hefur menntað sig á því sviði. Ásamt því að skrifa á hun.is vinnur hún sjálfstætt sem meðferðaraðili.
Elskar að lesa, skrifa og mála en útivist og andleg málefni heilla hana.
Hún skrifar út frá eigin reynslu, faglegu nótunum og kaldhæðnislega um upplifun sína af breytingarskeiði miðaldra kvenna. Með hækkandi aldri hefur hún lært að létta sér lífið sem húsmóðir og gera mat á einfaldan hátt en alveg afbragðsgóðan svo frá henni má sjá uppskriftir að ýmsu góðgæti.
Hennar mottó er jákvæðni út í kosmósið því hún hefur lært af lífinu að jákvæðni kemur manni ansi langt!