Það er erfitt að missa einhvern nákominn sér, óbærilega erfitt. Við lendum ekki mörg í því að missa foreldri þegar við erum enn ekki orðin alveg fullorðin, en Arnar Freyr og systkini hans þrjú hafa misst móður sína. Arnar segir í færslu sinni að þau hafi ekki fjárhagslega burði til að borga fyrir útför móður þeirra.
Ef þú lesandi góður, getur hjálpað þessari fjölskyldu, vitum við að það mun koma sér vel fyrir þau, þó ekki sé meira en að deila þessari færslu.
Við hjá Hún.is samhryggjumst fjölskyldu Arnars innilega og vonum að þau fái alla þá hjálp sem þau þurfa.
Kidda Svarfdal er ritstjóri og eigandi Hún.is en hún er frá Djúpavík á Ströndum. Hún fór á bát og snjósleða í skólann þegar hún var lítil og var í heimavist í Finnbogastaðaskóla. Hún hefur haft gaman að krossgátum og íslensku frá unga aldri og hefur skrifað ljóð, sögur, pistla og fleira. Ásamt því að skrifa á Hún.is er Kidda, ásamt fjölskyldu sinni, mikið í Djúpavík þar sem fjölskyldan er með ferðaþjónustu.