Hér eru áhugaverðar staðreyndir um svefn, Þessi samantekt er frá henni Berglindi sem er með vefsíðuna http://lifandilif.is
Ungabörn víða um veröld hafa oft mjög mismunandi svefnvenjur:
Í Víetnam sofa 95% af ungabörnum í rúmi foreldra en einungs 15% gera slíkt hið sama í Ástralíu. Í Nýja-Sjálandi fara ungabörn að meðaltali að sofa kl. 19:30 en kl. 10:30 í Hong Kong.
Sálfræðingur gæti virkað betur við svefnleysi en svefntöflur:
Rannsóknir hafa sýnt að þeir sem að ganga í gegnum hugræna atferlismeðferð við svefnvandamálum, öðlast mun meiri svefngæði eftir meðferðina en þeir sem borða svefntöflur.
Draumar okkar fylgja oft vel skilgreindu munstri:
Sálfræðingurinn Calvin Hall, safnaði á starfsferli sýnum yfir 50.000 draumaskýrslum sem hafa verið notaðar í mörgum rannsóknum um svefn. Niðurstöðurnar hafa meðal annars sýnt að oftar en ekki dreymur okkur um það sem veldur okkur áhyggjum.
Æskilegt hitastig fyrir góðan nætursvefn er 16-19°C:
Vísindamenn í Lille, Frakklandi hafa komist að því að æskilegt hitastig fyrir góðan nætursvefn er 16-19°C, fyrir þá sem sofa í náttbuxum og undir sæng. Fyrir þá sem sofa naktir, þá er best að hækka í ofnunum. Æskilegast er fyrir nakta einstaklinga að sofa í 30-32°C því það tryggir þeim bestan nætursvefninn. Væntanlega var ekki gert ráð fyrir að þeir svæfu með sæng.
Sá sem hefur náð að halda sér vakandi lengst af öllum, var vakandi í 11 daga:
Árið 1964 náði Randy Gardner að halda sér vakandi án þess að taka nokkur örvandi efni, í 264 klukkustundir. Þrátt fyrir að finna fyrir ýmsum ofskynjunum þegar leið á tímabilið þá virtist það ekki hafa nein langvarandi áhrif á heilsu hans.
Sum dýr láta hálfan heilan sofa á meðan hinn helmingurinn vakir:
Endur geta verið með hálfan heilan sofandi og annað augað lokað á meðan hitt augað og helmingurinn af heilanum vakir. Bæði hvalir og höfrungar láta alltaf helming af heila þeirra vaka, svo þeir geti ávallt verið vakandi fyrir hættum – á meðan þeir sofa.
Svefn gæti aðstoðað okkur að læra nýja hluti:
Ein rannsókn sýndi fram á að þeir sem voru látnir stunda tölvuleikinn Tetris rétt fyrir svefn, dreymdu leikinn oft um nóttina. Þeir sem dreymdu hann, voru mun betri í leiknum þegar þeir spiluðu hann daginn eftir.
Svefn kvenna er undirstaðan að góðu hjónabandi:
Svefngæði kvenna virðist vera undirstaðan að góðu hjónabandi. Rannsókn sýndi að eftir því sem svefngæði voru betri hjá giftum konum, þá var hjónabandið betra. Svefn virðist hafa meiri áhrif en hvernig hjónin koma fram hvort við annað. Ekki var hægt að sjá að þetta ætti við um karlmennina.
Bliksvefn (e. REM sleep) eykur sköpunargáfu:
Vísindamenn hafa fundið út að bliksvefn hafi mikil áhrif á sköpunargáfu. Sagt er að Bítlalagið Yesterday, hafi verið samið eftir góðan blund.
Okkur dreymir í öllum stigum svefns:
Margir halda að okkur dreymi einungis þegar við náum bliksvefni en sú er ekki raunin. Okkur dreymir í öllum stigum svefns. En draumar eru mun algengari í bliksvefni og oftar en ekki eru þeir fjörlegri og skrýtnari.
Svefnþarfir eru mismunandi:
Rannsókn sem gerð var af Háskólanum í Pennsylvaniu komst að þeirri niðurstöðu að átta klukkustunda svefn væri bestur fyrir lang flesta. En það eru þó um 5% af öllum einstaklingum sem þurfa einungis fimm klukkustunda svefn eða jafnvel styttri. Marta Stewart er ein af þeim.
Það hentar ekki öllum að fara snemma að sofa:
Það eru ekki allir A manneskjur og fyrir suma þá geta þeir ómöglega reynt það. Fyrir A manneskjur, þá er ómöglegt fyrir marga að vaka lengi og reyna að sofa út. Talið er að um 60% séu A manneskjur og 40% séu B manneskjur.
Við þökkum Berglindi fyrir að upplýsa okkur um þetta og svö margt fleira á síðunni hennar.
Kristín fæddist á nunnuspítala og var skírð á flugvelli í henni Ameríku.
Hún er gift og á þrjú börn og eitt barnabarn. Hún hefur að mestum hlut unnið við að efla fólk og hefur menntað sig á því sviði. Ásamt því að skrifa á hun.is vinnur hún sjálfstætt sem meðferðaraðili.
Elskar að lesa, skrifa og mála en útivist og andleg málefni heilla hana.
Hún skrifar út frá eigin reynslu, faglegu nótunum og kaldhæðnislega um upplifun sína af breytingarskeiði miðaldra kvenna. Með hækkandi aldri hefur hún lært að létta sér lífið sem húsmóðir og gera mat á einfaldan hátt en alveg afbragðsgóðan svo frá henni má sjá uppskriftir að ýmsu góðgæti.
Hennar mottó er jákvæðni út í kosmósið því hún hefur lært af lífinu að jákvæðni kemur manni ansi langt!