Nú, þegar allir eru í óða önn að versla jólagjafir fyrir sína heittelskuðu, er ekki úr vegi að segja frá Lottie. Lottie er dúkka sem kom á markað árið 2012 hefur unnið til fjölda verðlauna og meira að segja farið út í geim. Lottie er ný, frumleg og framsækin dúkka fyrir stelpur á aldrinum 3–9 ára. Síðan hún kom á markað hefur Lottie unnið til fjölda verðlauna í Bandaríkjunum og á Bretlandi, birst á forsíðum alþjóðlegra blaða og notið góðs af jákvæðri umfjöllun foreldra á netinu.
Lottie er skemmtileg, þroskandi og eftirsóknarverð. Henni finnst afar skemmtilegt að nota ímyndunarafl sitt og taka þátt í ævintýrum, hún er ekki fullkomin og gerir mistök sem hún lærir af. Lottie á mikið af klæðilegum fötum sem eru úr björtum og líflegum efnum sem gaman er að handfjatla. Hár hennar er úr saran nyloni en afar litlar líkur eru á að það flækist og er það einnig silkimjúkt.
Lottie er sveigjanleg, stillanleg og að sjálfsögðu getur hún staðið á sínum eigin tveim fótum sem er nauðsynlegur eiginleiki fyrir stelpur á öllum aldri. Einkunnarorð Lottie eru áræðni, hugrekki og að vera maður sjálfur. Hver dúkka kemur í 18 cm ofursætum eigulegum kassa.
Arklu fyrirtækið sem framleiðir Lottie lagði í mikla vinnu með stelpum, foreldrum, kaupmönnum, iðnsérfræðingum barnasálfræðingum og næringarfræðingum við hönnun dúkkunnar. Rannsóknin leiddi til yfir 100 atriða sem hafa nýst til þróunar Lottie dúkkunnar. Þau þrjú atriði sem oftast komu fram voru:
- Frá unga aldri eru stelpur mjög uppteknar af útliti sínu.
- Stelpur eru snemma gerðar að kyntáknum.
- Stelpur eiga það oft til að missa af barnæsku sinni.
Til að taka á þessum málum hefur Lottie verið byggð á vísindalegri samsvörun á 9 ára gömlu barni að undanskildu höfðinu (sem hefur verið stækkað til að auðveldara sé að greiða hárið hennar á ýmsa vegu). Hún notar ekki skartgripi, snyrtivörur, háa hæla eða er með húðflúr. Hún getur staðið á eigin fótum. Föt hennar eru í líflegum litum og er áhersla lögð á smáatriði. Föt Lottie taka mið af leik og virkni sem henta 9 ára gömlum í stað fullorðinna. Einnig klæðist hún stelpulegum kjólum sem og harðgerðum fötum fyrir útileiki og er í góðu lagi að verði skítug. Lottie leyfir stelpum að vera stelpur og njóta allra þátta barnæskunnar.
Athugasemdir frá foreldrum:
- „Fallegar og fallega gerðar dúkkur.“
- „Ég elska hvað það eru til margar týpur og krakkarnir elska hvað það eru mörg þemu“
- „Loksins eru komnar dúkkur sem gefa litlum stúlkum rétta líkamsímynd“
Ef þú ert að leita að gjöf handa lítilli skvísu, eða litlum dreng þá er Lottie málið. Hún er seld á Heimkaup og Móðurást.