Systur og Makar ehf. er fyrirtæki sem rekið er af tveimur systrum, þeim Kötlu Hreiðarsdóttur og Maríu Kristu Hreiðarsdóttur, ásamt eiginmanni Maríu, Berki Jónssyni.
Fyrirtækið er einskonar samastaður fyrir hönnunarmerki systranna Volcano Design og Kristu Design undir einum hatti þar sem þau selja eigin hönnun í formi fatnaðar, skarts og heimilisvöru. Einnig bjóða þau upp á úrval af vörum frá Crabtree & Evelyn, Essie, Nkuku, sem og matvörur, ilmvörur, plaköt og snyrtivörur.
Í dag ætlum við að gefa einum heppnum lesanda sjal frá þeim systrum, sem kallað er OK. Hugmyndin kom frá móður systrana, en sjalið er gert til minningar um fyrsta íslenska jökulinn sem hverfur vegna loftslagsbreytinga. Sjalið er því gert með umhverfið í fyrirrúmi og búið til úr afgangsefnum og bútum sem annars væru ekki notaðir. Fyrir vikið eru engin tvö sjöl eins sem gerir þetta enn skemmtilegra.
Ef þú vilt eignast OK sjal, þarftu bara að merkja manneskju hér fyrir neðan sem myndi vilja svona sjal, líka við Systur & Makar á Facebook og deila þessari færslu.
Kidda Svarfdal er ritstjóri og eigandi Hún.is en hún er frá Djúpavík á Ströndum. Hún fór á bát og snjósleða í skólann þegar hún var lítil og var í heimavist í Finnbogastaðaskóla. Hún hefur haft gaman að krossgátum og íslensku frá unga aldri og hefur skrifað ljóð, sögur, pistla og fleira. Ásamt því að skrifa á Hún.is er Kidda, ásamt fjölskyldu sinni, mikið í Djúpavík þar sem fjölskyldan er með ferðaþjónustu.