Hinn rússneski Maxim Gribanov barði konu sína og sendi vinum sínum myndir af áverkunum sem hann veitti henni, til að sýna þeim að hann „hefði stjórn“ á eiginkonunni.
Eignkona Maxim, Anastasia Oviannakova, var 28 ára gömul og vinir hennar sögðu að hún hafi verið glöð og hamingjusöm áður en hún kynntist Maxim. „Hann eyðilagði líf hennar. Það ætti að berja hann eins og hann gerði við hana,“ sagði einn af vinum hennar.
Anastasia var lengi búin að safna kjarki til þess að fara frá Maxim en hann hafði beitt hana ofbeldi árum saman. Hann lét hana hætta að vinna og braut hana algjörlega niður. Hann hótaði henni með því að hann myndi skaða hana, bróður hennar og föður ef hún vogaði sér að fara frá honum. Það kom að því að hún kynntist öðrum manni og þá var ekki aftur snúið. Hún vildi fara frá Maxim. Hann brást við með því að berja og sparka í Anastasia klukkutímum saman. Hann tók myndir og myndbönd af þessum verknaði til að „monta sig“ af því hvað hann væri með mikla stjórn á konunni.
Sjá einnig: Svört doppa í lófanum – Þolendur heimilisofbeldis
Anastasia lést af þessum áverkum sex dögum seinna. Hún var flutt á spítala og við nánari skoðun kom í ljós að auk marblettanna sem sáust vel, var hún með innvortis blæðingar og nokkur brotin bein. Hún féll í dá á spítalanum og lést fljótlega eftir það.
Sjá einnig: Hvað er heimilisofbeldi?
„Maxim var í fyrstu ákærður fyrir alvarlega líkamsárás en eftir andlát Anastasia var ákærunni breytt í morð. Maxim játaði sekt sína að hluta til, sagðist hafa haft sínar ástæður,“ sagði Yulia Kuznetzova talskona lögreglunnar.